Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 70
92
LÆKNABLAÐIÐ
um sex árum haft til meðferð-
ar 50 sjúklinga með vefjar-
skemmdir af geislum, sem all-
ar hafa komið eftir röntgen-
meðferð vegna góðkvnja sjúk-
dóma. 26 þessara sjúklinga, eða
52%, höfðu röntgenskemmdir
án illkvnja hreytinga, 24 sjúkl-
inganna, eða 48%, höfðu geisla-
krahba.
Framkvæmdar voru samtals
75 aðgerðir við húðkvillanum á
þessum sjúklingum. Að meðal-
tali höfðu liðið 13.7 ár milli
geislameðferðar og einkenna.
Ástæðan fyrir geislameðferð
hafði lijá 48% sjúklinganna
verið æðaæxli (hemangiom),
hjá 15% húðkvilli (non-specific
dermatitis), lijá 11% vegna
acne vulgaris og óeðlilegs hár-
vaxtar og loks vegna fótvartna,
pruritus ani, exems og hletta.
Kvartanir þessara sjúklinga og
einkenni voru óánægja með út-
lit, sármyndun, kláði, hlæðing,
lireisturmyndun, sársauki og
eymsli. Það, sem sást við skoð-
un, var rýrnun á húð, æðaút-
víkkanir og óeðlileg litarefna-
myndun, sármyndun, horn-
myndun og inndregin ör. Með-
ferð var eftir aðstæðum mis-
munandi sköpulagsaðgerðir
(plastiskar aðgerðir).
24 sjúklinganna, eða 48%,
höfðu alls 35 geislakrahhamein.
Öll krabhameinin voru í and-
liti, að þremur undanskildum,
og 38% sjúklinganna höfðu
meira en eitt krabbamein. Flest
krabbameinin voru basalfrumu
krabbamein, en einnig voru
nokkur squamocellular krabba-
mein og eitt fibrosarkom.
Timi frá geislameðferð og
þar til krabbameinið kom í ljós
var að meðaltali 27 ár.
Flestir sjúklinganna höfðu
verið geislaðir vegna acne vul-
garis, en aðrar ástæður fvrir
geislun voru acne roseacea,
æðaæxli og ýmiss konar aðrir
húðsjúkdómar. Einkenni voru
sár og æxlismyndun. Meðferð
í öllum þessum tilfellum var sú,
að krabbameinið var skorið
burtu og gert við eyðurnar með
mismunandi sköpulagsaðferð-
um. Höfundur leggur að lokum
áherzlu á, að gæta heri varúð-
ar við notkun röntgengeisla við
góðkvnja sjúkdóma og senni-
lega sé eina leyfilega ástæðan
til að nota röntgengeisla við
slíka sjúkdóma, stór ífarandi
æðaæxli hjá börnum og e.t.v.
öræxli (keloid).
Hann leggur enn fremur á-
herzlu á, að fræða beri lærða
og leika um hættur af röntgen-
geislum og að stuðla beri að
samvinnu milli geislalækna,
húðsjúkdómalækna og sköpu-
lagsskurðlækna um meðferð á
fylgikvillum geislalækningar
og enn fremur um það, hvenær
nota skuli röntgengeisla og hve-
nær ekki.
Á. Bj.