Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ
87
Ásmundur Brekkan:
19. ÞING ALÞJÓÐABAN'DALAGS
LÆKNA
(Nineteenth World Medical Assembly) í London 19.—25.
september 1965.
Undirritaður var tilnefndur
fulltrúi L. I. á nítjánda þing Al-
þjóðabandalags lækna (World
Medical Association), sem
haldið var í London 19.—25.
september siðastliðinn.
World Medical Association
(W.M.A.) var stofnað í London
1947, og var þetta í fyrsta sinni
eftir stofnun þess, að alheims-
þing félagsins skyldi haldið þar.
Af þeim sökum var mikill við-
búnaður af hálfu brezka lækna-
félagsins, B.M.A., til þess að
þetta þing yrði sem hátíðlegast
og færi sem hezt fram. Er
óhætt að segja, að undirbún-
ingur allur og skipulagning hafi
verið með ágætum.
Þingið sátu 58 fulltrúar frá
35 löndum, en auk þeirra 38
aukafulltrúar frá sömu lönd-
um; enn fremur um 80 áheyrn-
arfulltrúar ýmissa alþjóðasam-
taka. Loks voru skráðir hátt
á annað hundrað áheyrnarfull-
trúar frá Bandaríkjunum, og er
mér ekki fullkomlega Ijós staða
þeirra né umboð.
Innan vébanda W.M.A. eru 47
læknafélög (National Medical
Associations), og er bandalag-
ið því alþjóðafélagsskapur rúm-
lega 700.000 lækna.
Hátíðleg setning þingsins fór
fram mánudaginn 20. septem-
ber að viðstaddri Margrétu
Bretaprinsessu og öðru stór-
menni, en á sunnudaginn fór
fram innritun fulltrúa, athug-
un kjörbréfa o. fl.
Að lokinni setningarathöfn-
inni hófust síðan þingfundir
með skýrslu aðalritara samtak-
anna, dr. H. S. Gears, og skýrslu
formanns fulltrúaráðs, dr. Ger-
ald D. Doormans. Fluttar voru
skýrslur svæðaráða, en þau eru
sex talsins. Frá öllum ])essum
svæðum kom fram nokkur
gagnrýni á störf aðalskrif-
stofu samtakanna í New York;
var talið, að upplýsingaþjón-
usta þess væri ekki nægilega
vel skipulögð og raunhæfur
stuðningur alþjóðasamtakanna
við aðildarfélögin alls ófull-
nægjandi. Var þessi gagnrýni