Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ
63
að mæta auknum kostnaði
vegna dýrtíðar og stækkunar.
Páll Sigurðsson skýrði nokk-
uð frá samningum lækna í
Keflavík við Tryggingastofnun
ríkisins. Ræðumaður varaði við
þeim hættum, er felast í „prin-
cipinu“ að leggja hagstofuút-
reikninga um dýrtíðaraukningu
og hagvöxt um of til grundvall-
ar almennum samningum; að
misræmi milli gjaldskrár lækna
og hins almenna launamarkaðs
ykist örar en varði.
Gunnlaugur Snædal skýrði
nánar frá afskiptum L.R. af
samningum lækna i Keflavík,
sem enn er ólokið. Þeir hafa um
árabil verið félagar í L.R., sem
er því í fyrirsvari þeirra. Gunn-
laugur taldi æskilegt, að endur-
skoðuð yrði svæðaskipting fé-
laga, og nefndi fleiri dæmi því
til stuðnings. Gunnlaugur skýrði
frá því, að aðalásteytingar-
steinninn nú væri gæzluvakta-
þjónustan; lagði áherzlu á sér-
stöðu Kel'lavíkurlækna, sökum
þess að þar standa miklu fleiri
íbúar að hverjum lækni en ann-
ars staðar á landinu. Væri af-
slaða Tryggingastofnunar og
sveitastjórna til krafna Kefla-
víkurlækna um gæzluvakta-
greiðslu enn næsta sundurleit.
Gunnlaugur tók því næst ein-
dregið undir tilmæli Ölafs
Bjarnasonar um aukinn stuðn-
ing við Læknablaðið.
Bjarni Bjarnason, formaður
hyggingarnefndar Domus Me-
dica, tók þessu næst til máls.
Ilann skýrði fyrst frá því, að
fengin væri ríkisheimild til
kaupa á Nesstofu og næsta ná-
grenni hennar og væri nú unn-
ið að þeim málum í samvinnu
við skipulagsnefnd og sveitar-
stjóra Selljarnarneshrepps.
Ræðumaður skýrði síðan frá
stöðu fjármála Domus Medica,
en þá frá hyggingaframkvæmd-
um: Aðalhúsið er að verða til-
húið „undir tréverk“, en af út-
hyggingunni sagði hann, að ráð-
izt hefði verið í byggingu henn-
ar löngu fyrir fyrri áform um
það; hún væri búin að vera ár
í smíðum og húið að ganga frá
þaki og gólfum, en ekki gler-
ísetningu. Helmingur gólfflat-
ar þessarar úthyggingar, sem er
á tveimur hæðum, yrði leigður
út, en hinn helmingurinn til af-
nota læknasamtakanna. Yar
gerður góður rómur að ræðu
Bjarna.
Bergsveinn Ólafsson kvaddi
sér hljóðs og ræddi um fram-
tíðarskipan Ekknasjóðs. Taldi
hann sjóðinn harla gagnslítinn,
eins og honum væri nú háttað;
taldi hrýna nauðsyn á, að fastri
skipan yrði komið á trygginga-
mál lækna, enda yrði þá fyrst
eitthvert gagn að styrktarsjóð-
um félagsins.
Þá hófust umræður um laga-
breytingar.
Formaður L. f., sem jafn-
framt hafði verið formaður
laganefndar, lagði frumvarp