Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ
89
yrðu möguleikar á því að senda
framvegis sameiginlega einn
eða tvo fulltrúa á þing þessi,
þar til séð yrði, hvort skipulags-
breyting sú, er fyrirhuguð er
í framhaldi af áðurgetinni „In-
corporation“, myndi auka
starfshæfni samtakanna.
I samhandi við ráðstefnuna
var haldinn fundur ritstjóra
læknatímarita, og voru þar
flutt mörg ágæt erindi um
starfsvið og skipulagningu
læknarita. Enn fremur voru
kvikmyndasýningar. Minnist
ég þar sérstaklega tveggja
ágætra kvikmvnda; annarrar
frá Houston, Texas, um skurð-
aðgerðir við forhólfshjartagalla,
en hin, „Multiple Injuries“,
var hrezk, um skipulagningu
slysaþjónustu og slysameðferð.
Loks var mjög vel sviðsett
sýning í húsakynnum brezka
læknafélagsins, þar sem sýnd-
ar voru niðurstöður nokkurra
læknisfræðilegra rannsókna
(Scientifie Exhibition). Vil ég
nefna þaðan sýningu frá Bristol
Royal Hospital, er nefndist „The
Ivillers“ og fjallaði um grein-
ingu og meðferð á abdominalia
acuta. Við athugun á efni þeirr-
ar deildar varð manni ljóst, að
abdominalia acuta er vissulega
enn þá einn af meiri háttar
drápsvörgunum, þrátt fyrir
allar framfarir síðustu áratuga
í handlækningum, deyfingar-
fræði og meinefnafræði.
Önnur mjög merkileg sýn-
ing var þarna frá Radeliffe In-
firmary í Oxford, nefnd „Car-
diac Arrest Acidosis: Simple to
Treat, but Vital to Life.“ Þar
mátti sjá, að acidosis kemur
þegar í stað í öllum tilfellum
hjartastöðvunar, en mjög auð-
velt að lækna hana með bi-
carbonat-upplausn, sé sú lækn-
ing hafin samstundis.
Loks má nefnamerkasýningu,
sem var sameiginlega á veg-
um Queen Elisabeth Hospital,
Birmingaham, og University
Hospital, Columhus, Ohio, um
greiningu og meðferð á Syn-
droma Zollinger-Ellison.