Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ
83
í fremsta liðnum. Fleiri en ein
orsök er fyrir því, að svona fer.
En ein orsökin er sú, að hin
sameiginlega sin, m. interossei
og lumbricalis, sem liggur ut-
an á og lítið eitt lófamegin á
liðpoka metacarpo-plialangeal
liða, styttist, vegna bólgu í lið-
poka og skreppur saman, svo
að fingurinn bognar í liðnum.
Þessi sama sin sameinast sina-
breiðunni frá réttivöðvum ofan
á efstu kjúku; rétta því næsta
lið þar fyrir framan, eða efri
fingurlið. Umrædd stytting
veldur því yfirréttingu (byper-
extensio) í þeim lið. En við það
kemur slaki á sinabreiðuna of-
an á næstu kjúku þar fyrir of-
an, svo að fremsti liðurinn
bognarog hryggðarmynd svana-
háls-aflögunarinnar er full-
komnuð.
Boutonniére-aflögunin verð-
ur þannig til, að Jjólgið þel í
miðlið fingursins veldur því, að
sinabreiða réttivöðva gliðnar
og veltur út af hnúanum. Átaks-
línan verður því lófamegin á
liðinn í stað handarbaksmegin,
og bognar því fingurinn í liðn-
um. Bólgan veldur jafnframt
styttingu á þessum sinaþráðum,
sem rétta í fremsta liðnum, svo
að yfirrétting verður í þeim lið.
Reynsla síðustu ára er sú, að
rheumatoid breytingar hafa
ekki haldið áfram í þeim lið-
um, þar sem bið skemmda þel
hefur verið numið burt. Enn
fremur ber þeim, sem reynsl-
una hafa, saman um það, að
ekki liafi enn sézt residiv
eftir synoviectomiu, þ. e. ckki
hefur komið bólga í þann lið,
þar sem gerð hefur verið syno-
viectomia. Þetta er næstum of
gott lil þess, að trúlcgt megi
teljast. En reynslan af svnoviec-
tomiu i byrjun liðagiktar er
ekki löng. Hins vegar er lengra
síðan farið var að reyna syno-
viectomiu á liðum, sem þegar
voru orðnir skemmdir. Ávinn-
ingur varð lítill, ef fleira var
ekki gert samtímis, enda er það
augljóst, að synoviectomia við
útbrunna liðagikt getur elcki
gert neitt gagn.
Enda þótt reynslan af syno-
viectomiu á byrjunarstigi liða-
giktar sé ekki löng, er árang-
ur þó svo góður, að ástæða er
til bjartsýni. Er því í stöðugl
vaxandi mæli farið að beita
þessari aðferð, enda benda all-
ar líkur til þess, að með syno-
viectomiu á byrjunarstigi liða-
giktar megi koma í veg fyrir
liinar tvær umræddu aflaganir.
Með synovieclomiu á mctacar-
po-phalangeal lið má koma í
veg fyrir svanaháls-aflögun, og
með svnoviectomiu á efri fing-
urlið má koma í veg fyrir
„Boutonniére“-aflögun. En
hvað þann lið snertir, hefur
reynslan sýnt, að liðagikt þar
skemmir liðinn fyrr en aðra
liði. Auk þess sem liðbrjóskið