Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 26
52
LÆKNABLAÐIÐ
innar bæði á sviði sýkla- og
vefjarannsókna aukin til mik-
illa muna, enda var þess mikil
þörf.
Prófessor Dungal átti hug-
myndina að byggingu Blóð-
bankans og beitti sér mjög fyr-
ir þeirri framkvæmd. Áður en
bankinn tók til starfa, iiafði
Rannsóknarstofan haft með
höndum allar blóðflokka-
ákvarðanir. Með ört vaxandi
blóðgjöfum hafði sú starfsemi
aukizt svo mjög, að eigi var
unnt að koma henni þar fyrir.
Hefur síðan komið á daginn,
live nauðsynleg þcssi ákvörðun
var.
Starf Dungals við læknadeild
Háskólans var margþætt. Auk
kennslunnar, sem áður er getið,
tók hann mikinn þátt í stjórn
Háskólans. Ilann var rektor
hans árin 1936 til 1939. Forseti
læknadeildarinnar var hann oft.
Hann var allra kennara deild-
arinnar ráðhollastur kandídöt-
um um framhaldsnám erlendis
og styrkveitingar bæði úr inn-
lendum og erlendum sjóðum,
enda mun enginn íslenzkur
læknir hafa farið jafnvíða sem
hann. Hann fylgdist vel með
þeim kandídötum, sem leitað
höfðu ráða hans eða hann ætl-
aði sérstök hlutverk. Hann var
einn hvatamanna að stofnun
háskólakvikmvndahúss, Tjarn-
arbiós, i því skvni að bæta efna-
bag Háskólans. Yar hann lengi
í stjórn þessa fyrirtækis og batt
við það miklar vonir.
Síðasta hálfan annan áratug
beitti prófessor Dungal sér mjög
fyrir krabbameinsrannsóknum.
Áltu þessar rannsóknir hug
lians allan. Hann fór viða um
lönd og heimsótti fleslar braut-
ryðjandastofnanir í þessari
grein bæði austan liafs og vest-
an. Hann hóf merkilegar til-
raunir hér við Rannsóknarstof-
una á þessu sviði og beitti sér
mjög fyrirstofnun bæðilvrabba-
meinsfélags Reykjavíkur og
Krabbameinsfélags Islands.
Hann liafði óbilandi trú á mikl-
um árangri þessara samtaka,
enda virðist sú trú hans vera
að rætast. Hinn eldlegi áhugi
lians á þessu efni, ril hans og
ræður, innan lands og utan,
vöktu mikla athygli, enda hlaut
þcssi starfsemi mikla viður-
kenningu með ríflegri stvrkveit-
ingu til krabbameinsrannsókna
hér frá bandarísku heilbrigðis-
stofnuninni. Er þessum merki-
legu athugunum hér óbætanlegt
tjón að fráfalli prófessors Dung-
als.
Níels Dungal var frábær elju-
og afkastamaður. Hann rilaði
fjölda greina um hugðarefni
sin í innlend og erlend læknarit.
Veit ég ekki annan islenzkan
lækni komast til jafns við hann
á þessu sviði. Um margra ára
skeið gaf hann út „Fréttabréf
um heilbrigðismál“, sem hann
ritaði einnig að mestu leyti. Auk