Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ
71
ir í starfi sínu, einkum og sér
í lagi héraðslæknar. Það er þvi
eindregin krafa fundarins, að
L.I. beiti sér fyrir því hið hráð-
asla, að þeim aðilum, er hafa
lækna í þjónustu sinni, sé skylt
að tryggja þá á viðunandi hátt
gegn slysum og sjúkdómum, er
þeir kunna að verða fyrir í
starfi.“
Auk framsögumanns tóku til
máls um tillögur Lf. Norðvest-
urlands þeir Páll Sigurðsson,
Ölafur Björnsson, Ásmundur
Brekkan og Arinhjörn Ivol-
heinsson. Þá voru tillögur Lf.
Norðvesturlands hornar undir
atkvæði, að undanskildum
breytingartillögum við lög L.I.,
sem teknar voru fyrir síðar á
fundinum. Tillaga 2 var sam-
þykkt samhljóða, tillaga 3 var
felld með jöfnum atkvæðum, og
lillögu 4 var visað lil trygginga-
málanefndar með öllum greidd-
um atkvæðum.
Þá var borin upp eftirfarandi
lillaga frá Páli Sigurðssyni:
„Aðalfundur L.I., haldinn 24.
—2(5. júní 1965, beinir þeim til-
mælum til héraðslækna að beita
sér fyrir því í samvinnu við
formenn héraðssamlaga, að
sjúkrasamlögin innan hvers
héraðs samræmi samþykktir
sínar.“
Tillagan var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum.
Ólafur Björnsson bar fram
eftirfarandi tillögu frá Lf. Suð-
urlands:
„Aðalfundur Lf. Suðurlands,
haldinn 29. maí 1965, telur, að
kaup og kjör staðgengla héraðs-
lækna eigi að vera samnings-
atriði milli héraðslækna og sam-
taka staðgengla, en ekki ein-
hliða ákvörðun annars aðila
eins og verið hefur.
Yerði stjórn L.l. falið að ann-
ast þá samninga.
Enn fremur lítur fundurinn
svo á, að til greina geti komið,
að héraðslæknar starfi hver
fyrir annan upp á sanngjörn
kjör.“
Niðurstaða fundarins var, að
lillaga Lf. Suðurlands skyldi
skoðast sem ályktun þess félags.
Þá voru teknar fyrir tillögur
Lf. Miðvesturlands.
Tillaga nr. 1:
„Aðalfundur Lf. Miðvestur-
lands, haldinn í Stykkishólmi
12. júní 1965, skorar liér með
á stjórn L.I., að hún beiti sér
fyrir því, að mjög bráðlega
verði stofnað prófessorsembætti
í almennum lækningum við Há-
skóla íslands.“
Tillaga kom fram um að
bæta framan við ofangreinda
tillögu eftirfarandi málsgrein:
„Aðalfundur L.í. lýsir stuðningi
við eftirfarandi tillögu Lf. Mið-
vesturlands, o. s. frv.“
Með þessum viðauka var til-
lagan samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum.
Tillaga nr. 2:
„Aðalfundur Lf. Miðvestur-
lands, haldinn í Stykkishólmi