Læknablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 38
64
LÆKNABLAÐIÐ
hennar fram til umræðu. Taldi
hann höfuðnauðsyn að auka
vald og afskipti L.l. af kjara-
málum lækna, þannig, að allir
samningar um þau mál færð-
ust í hendur þess; henti á, að
12. gr. lagafrumvarpsins væri
til komin í þeim tilgangi. Að
öðru leyti taldi formaður, að
meginhreytingar laganna væru
í þá átt að auka tengsl L. í. við
svæðafélögin.
Gunnlaugur Snædal skýrði
frá því, að stjórn L.R. gæti ekki
að sinni fallizt á þá skipulags-
breytingu, er 12. grein frum-
varpsins fæli í sér; taldi tals-
verðan aðdraganda þurfa til
þess, að L.í. gæti lekið að sér
allt það umfangsmikla starf,
sem nú er unnið í samninga-
málum á vegum L.R.; benti t. d.
á, að fjárliagsgrundvöllur L.l.
væri enn ekki nægilega traust-
ur. Af þeim sökum óskaði
stjórn L.R. eftir nokkrum breyt-
ingum á 12. gr., i þá átt, að
skipulagsnefnd vinni að sam-
ræmingu samninga og undir-
búningi undir það, að L.í. taki
öll samningamálin í sínar hend-
ur.
Páll Sigurðsson gerði nokkr-
ar athugasemdir við 7. gr. frum-
varpsins; taldi tímahært að
auka fulltrúafjöldann. Ræðu-
maður tók undir það með
Gunnlaugi Snædal, að L.l. væri
enn ekki þess umkomið að taka
að sér allar samningagerðir, og
kvaðst mundu leggja fram
breytingartillögu fyrir aðal-
fund, er hnigi i sömu átt og
lillaga stjórnar L.R.
Gunnlaugur Snædal tók enn
til máls og kvaðst mundu
leggja fram breylingartillögu
við 9. gr. frumvarpsins, í þá
átt, að eigi skuli endurkjósa
stjórnarmenn til sama starfs
innan stjórnarinnar.
Ekki urðu frekari umræður
um lagafrumvarpið að sinni.
Fundi var frestað kl. 19.00, en
framhaldsfundur boðaður ld.
20.30 til umræðna um tillögur
til breytinga á Codex Ethicus.
Fundur settur aftur kl. 20.30.
Forseti gaf formanni orðið,
en hann óskaði eftir athuga-
semdum við Codex-frumvarpið.
Enginn tók þá til máls. For-
seti las þvi næst upp Codex-
tillögurnar, grein fyrir grein;
óskaði eftir athugasemdum við
einstakar greinar. Urðu nú fjör-
ugar umræður. Tóku flestir
fundarmenn til máls, og sýnd-
ist sitt hverjum, en aðallega
komu fram athugasemdir við 5.,
7., 9. og 17. gr.
Forseti taldi, að víða hefði
verið lítil ástæða til breytinga
á eldri Codex; taldi, að hér væri
um það veigamikið mál að
ræða, að rétt væri að vísa því
aftur til stjórnar og nefndar,
en ræða að nýju að ári.
Var nú framorðið og fundi
slitið.
25. júní kl. 16.00 var settur
síðari fundur læknaþings.