Læknablaðið - 01.12.1969, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ
201
Óskar Þórðarson og Einar Baldvinsson:
KRAN SÆÐ ASTÍFLA *
Þær athuganir, sem hér verður sagt frá, eru gerðar í þeim til-
gangi að fá yfirlit yfir þann hóp sjúklinga, sem hefur hlotið með-
ferð á lyflækningadeild Borgarspítalans vegna kransæðastíflu. At-
huganirnar ná yfir tímabilið 1956—68 að báðum árum meðtöldum
og takmarkast við þann tíma, sem sjúklingarnir dvöldu á spítalan-
um.
Athuganir sem þessar hafa verið birtar víðs vegar á undanförn-
um árum og eru sérstaklega tímabærar nú, þar sem gjörbreyting
á rannsókn og meðferð kransæðastíflusjúklinga er þegar hafin á
mörgum spítölum, en stendur annars staðar fyrir dyrum.
Forspjall
Kransæðasjúkdómar, eins og þeir eru skilgreindir nú, eru til-
tölulega nýr kafli í klínískri læknisfræði, það nýr, að í námsbókum
þeirra lækna, sem nú eru komnir á efri ár, voru bólgusjúkdómar
enn taldir vera höfuðorsök sjúklegra hreytinga í hjartavöðvanum.
Hjartakveisu (angina pectoris) þekktu læknar vel allt frá dög-
um Heberden’s, en uppruni sjúkdómsins og þróunarferill var enn
óviss og umdeildur, þó að einkum meinafræðingar hafi látið að
því liggja, að kölkun í kransæðum væri orsök kveisunnar.
Á fyrstu tveim áratugum þessarar aldar urðu til mikil fræði
um afbrigði á hjartslætti, en komið var langt fram á þriðja ára-
tuginn, áður en það kerfi varð til, sem við vinnum nú eftir í
klínískri greiningu kransæðasjúkdóma. Meinafræðingar höfðu þá
fyrir löngu gert sér fulla grein fyrir því, að þrengsli eða stífla í
kransæðum leiddi til vefjabreytinga í hjartavöðvanum, sem þeir
kölluðu ýmist fibroid degeneration, myocarditis fibrosa eða
mgomalacia cordis. Gamlar handvefsbreytingar töldu þeir ýmist
stafa af bólgu eða af langvarandi næringarskorti vegna þrengsla
eða stíflu í smáæðagreinum, en bráð stífla í stærri grein var að
þeirra dómi lokaatriði leiksins, sem leiddi til bráðs dauða, annað-
hvort vegna hjartaveiklunar eða vegna þess, að vöðvinn rifnaði
*Frá lyflækningadeild Borgarspítalans.