Læknablaðið - 01.12.1969, Page 28
208
LÆKNABLAÐIÐ
kynjum fram undir sjötugt, fellur þá nokkuð snögglega, og eftir
það er munurinn milli kynja lítill.12
Á töflunni sést, að reglan gildir fyrir þennan sjúklingahóp að
öðru leyti en því, að eftir sjötugsaldur eru hlutfallslega helmingi
fleiri kransæðastíflur meðal kvenna en karla. Karlamegin eru 70
kransæðastíflur af 274 eftir sjötugt, þ. e. 26%, en kvennamegin 61
af 140, þ. e. 44%. Þetta er ekki einsdæmi.1
Horfurnar fara versnandi með aldrinum. Heildardánartalan er
29%, þegar miðað er við tölu hjartadreps, en 30%, þegar miðað
er við tölu einstaklinga. Dánartala kvenna er hærri en karla, en
munurinn er þó ekki meiri en það, að hann er á takmörkum þess
að vera marktækur (p=0.023).
Table 4
Time ol' beginning of symptoms until liospital admission or
beginning of medical care.
Males Females
Time before admittance No % No %
0 —6 hours 89 32 36 26
7 —12 — 41 15 23 16
13—24 — 36 13 18 14
25—48 — 21 8 10 7
2 —3 days 37 14 17 12
—8 — 23 8 15 11
247 119
Already in hospital on infarction 16 6 11 7
Length of interval uncertain 11 4 10 7
274 100 140 100
4. tafla
Enginn verulegur munur er á því, hvenær karlar og konur
koma til meðferðar á spítalann, eftir að einkenni hófust. Þriðjung-
ur sjúklinganna er kominn í meðferð innan sex klukkustunda frá
því, að einkenni konm í ljós, og tveir þriðju innan 24 tíma. Allur
þorri sjúklinga hefur því komið til meðferðar í mjög bráðu
ástandi. Afleiðingin af þessu sést á 5. töflu.