Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 52
226
LÆKNABLAÐIÐ
ÁRSSKÝRSLA
LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR
1968 ■ 1969
Félagatal Á árinu gengu í félagið 8 nýir félagsmenn, en eftirfarandi
félagsmenn létust:
Guðmundur Guðmundsson, f. 12.12 1898, d. 23.10 1968,
Guðmundur Thoroddsen, f. 1.2 1887, d. 6.7. 1968,
Guðmundur Gíslason, f. 25.2 1907, d. 22.2 1969.
Á árinu greiddu 185 fullt árgjald, en 15 hálft árgjald.
Stjórn og í stjórn eiga nú sæti Sigmundur Magnússon fonnaður,
meðstjórn Hannes Finnbogason ritari og Stefán Bogason gjaldkeri.
Svo vill til, í þetta sinn, að Stefán Bogason er jafnframt
gjaldkeri Læknafélags íslands, en hann varð gjaldkeri þess, er Ásmund-
ur Brekkan baðst undan gjaldkerastörfum á aðalfundi Læknafélags ís-
lands síðastliðið sumar. Þótt störf Stefáns séu eðlilega meiri vegna
þessa tvöfalda starfs hans, hefur það þráfaldlega komið í ljós, hvílík
hagræðing það er, að sami maður skuli fara með fjármál beggja félag-
anna, einkum þó þar sem um rekstur skrifstofunnar er að ræða.
I meðstjórn félagsins eru Jón Gunnlaugsson, Þorgeir Gestsson,
Árni Björnsson, Ólafur Jensson, Ólafur Jónsson, Jónas Hallgrímsson,
Frosti Sigurjónsson, Guðmundur Jóhannesson og Hörður Þorleifsson.
Sjóðir og í stjórn Ekknasjóðs eru Ólafur Einarsson, kosinn af
sjóðsstjórnir Læknafélagi íslands, Bergsveinn Ólafsson og Halldór
Hansen, kosnir af Læknafélagi Reykjavíkur. í stjórn
Heilsufræðisýningarsjóðs eru Ólafur Helgason, Bjarni Jónsson og Bjöm
Önundarson. Lítið fé er í þessum sjóði, og ekkert leggst honum til ann-
að en vextir. Sjóðurinn mun lítt hafa starfað, frá því hann var fyrst
stofnaður 1935, og er athugandi, hvort ekki ætti að nýta hann á ein-
hvern hátt eða leggja hann niður og flytja féð í annan sjóð, sem er í
notkun hjá félaginu.
Endurskoðendur eru þeir sömu og á síðastliðnu ári, Guðmundur
Eyjólfsson og Tómas Á. Jónasson, en til vara Björgvin Finnsson og
Hannes Þórarinsson.
Fundahöld Á því starfsári, sem nú er að líða, hafa verið haldnir ellefu
fundir í félaginu, þar af átta almennir fundir, en þrír
aukafundir. Þrír af hinum almennu fundum voru haldnir á sjúkra-
húsum borgarinnar, og sáu læknar viðkomandi sjúkrahúsa um fundar-
efni.
Á fundum félagsins héldu þrír erlendir gestir fyrirlestra á vegum
félagsins.