Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1969, Síða 53

Læknablaðið - 01.12.1969, Síða 53
LÆKNABLAÐIÐ 227 Fyrsti fundurinn fjallaði um reglugerð fyrir veitingu lækninga- leyfa og sérfræðileyfa. Á þeim fundi kom fram allmikil gagnrýni á núverandi reglugerð fyrir veitingu sérfræðileyfa. Upplýstist á þeim fundi, að endurskoðun þessarar reglugerðar stæði þegar fyrir dyrum og læknadeild Háskóla íslands hefði tilnefnt mann í nefndina. Fundur- inn gerði þá tillögu, að fulltrúi yngri læknanna, sem enn hefðu ekki fengið sérfræðiviðurkenningu, fengi sæti í nefndinni, og var Jón G. Stefánsson tilnefndur af læknadeild; þá hafði menntamálaráðuneytið tilnefnt mann af sinni hálfu. Fulltrúi Læknafélags íslands var tilnefnd- ur skömmu fyrir umræddan fund. Nefnd þessi hefur nú samið drög að nýrri reglugerð, og munu þær tillögur vera í athugun hjá hinum ýmsu sérfræðifélögum og öðrum aðilum. Einn aukafundur var haldinn um tillögu læknisþjónustunefndar Reykjavíkurborgar. Höfðu tillögur þeirrar nefndar verið samþykktar í borgarráði í aprílmánuði 1968. Helztu atriði tillagna þeirrar nefndar voru eftirfarandi: 1) Heimilislækningar verði teknar upp sem kennslugrein við Há- skóla íslands. 2) Heimilislækningar verði gerðar að sérgrein innan læknisfræð- innar. 3) Stuðlað verði að hópsamvinnu lækna. 4) Komið verði á fót læknamiðstöðvum. 5) Komið verði á hverfaskiptingu í borginni. Fyrir þennan umræðufund hafði verið rætt um tillögur þessar í stórráði, og lagði stjóm félagsins svofellda tillögu fram á fundinum: „Almennur aukafundur, haldinn þriðjudaginn 1. október 1968, lýsir sig samþykkan eftirfarandi meginatriðum í tillögum læknisþjón- ustunefndar Reykjavíkurborgar frá 18.4. 1968: 1) að tekin verði upp kennsla í heimilislækningum, 2) settar verði reglur um fræðilega og starfslega viðurkenningu í heimilislækningum, 3) stuðlað verði að hópsamvinnu lækna, 4) stuðlað verði að skiptingu borgarinnar í læknasvæði“. Tillaga þessi var samþykkt, og var af hálfu Læknafélags Reykja- víkur kosinn ísak G. Hallgrímsson í nýja nefnd, sem einnig ber nafnið læknisþjónustunefnd Reykjavíkurborgar og á að vinna að framkvæmd ofangreindra titllagna. Vegna tilkomu hinna nýju laga um bókhaldsskyldu lækna var haldinn einn fundur um það mál. Ólafur Nílsson skattrannsóknastjóri gerði félaginu þann greiða að skýra helztu atriði þessara laga fyrir fé- lagsmönnum. Stjórnarfundir voru á starfsárinu alls 40, auk þess nokkrir sam- eiginlegir fundir með stjórn Læknafélags íslands. Félagsgjöld Á síðasta aðalfundi var samþykkt, að árgjald L.R. héldist óbreytt, kr. 7.500.00, þó með þeim fyrirvara, að ef aðal- fundur L.í. 1968 samþykkti reglugerð fyrir Styrktarsjóð lækna með kr. 600.00 árstillagi, þá yrði að sjálfsögðu að bæta þeirri upphæð við árgjaldið. Til innheimtu kæmu því kr. 8.100.00.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.