Læknablaðið - 01.12.1969, Síða 54
228
LÆKNABLAÐIÐ
Stjórn L.R. hefur orðið vör við, að ýmsum finnst árgjaldið hátt
og undrast þessa „hækkun“, sem varð á árinu; sumir álíta jafnvel, að
öll þessi upphæð fari í rekstrarkostnað L.R. Þarna er um allmikinn
misskilning að ræða, vegna þess, að aðeins kr. 2.500.00 eru eftir handa
L.R., þegar árgjaldið til L.í. hefur verið greitt, en það var ákveðið kr.
5.600.00 á aðalfundi L.í. í sumar, og ber L.R. að standa skil á því,
sbr. 15. gr. í lögum L.Í.: „Tekjur L.í. eru árleg tillög aðildarfélagalnna
í hlutfalli við félagatölu þeirra. Aðalfundur L.í. ákveður árgjald fyrir
hvern gjaldskyldan félaga til L.Í., og stendur hvert aðildarfélag féhirði
stjórnarinnar skil á því fyrh lok september ár hvert.“
Læknafélögin hafa rekið skrifstofuna sameiginlega í mörg ár;
framan af var hlutur L.í. í kostnaðinum lítill, en með auknum umsvif-
um þess og hækkandi árgjöldum hefur hlutur þess í sameiginlegum
skrifstofukostnaði vaxið. Síðastliðin þrjú ár hefur L.í. greitt helming
af sameiginlegum kostnaði læknafélaganna.
Raunveruleg félagsgjöld L.R. síðastliðin þrjú ár má því finna með
því að draga árgjöld L.í. frá þeirri upphæð, sem L.R. hefur innheimt.
Árgj. L.R. 1966 kr. 7.500.00, árgj. L.í. kr. 4.000.00, mism. kr. 3.500.00
— — 1967 — 7.500.00, — — — 4.800.00, — — 2.700.00
— — 1968 — 8.100.00, — — — 5.600.00, — — 2.500.00
Af þessu má sjá, að það fé, sem L.R. hefur til ráðstöfunar, hefur minnk-
að ár frá ári.
Einhver kynni nú að ætla, eftir að hafa séð þessar tölur, að kostn-
aður við rekstur L.í. væri svona miklu meiri en hjá L.R., en svo er
ekki, enda skiptist kostnaðurinn jafnt miUi félaganna. Mismunurinn
stafar af því, að innifalið í árgjöldum L.í. eru ýmsar fastar greiðslur,
sem til hægðarauka eru innheimtar með árgjöldunum. Sem dæmi má
nefna framlag til Ekknasjóðs, sem verður rúmlega 200 kr. á hvern fé-
lagsmann, áskriftargjald Læknablaðsins kr. 400.00, tillag til Styrktar-
sjóðs kr. 600.00, árgjald til Bandalags háskólamanna kr. 200.00 og fram-
lag til Domus Medica ca. kr. 1.300.00.
Rétt er að rifja up í lokin, hvað lög L.R. hafa um félagsgjöld að
segja, en þar segir svo í 7. grein: „Félagsgjöld skulu greidd fyrir apríl-
lok ár hvert. Nú greiðir félagi ekki gjöld sín í eitt ár, og telst hann þá
ekki félagi, unz hann hefur greitt þau að fullu.“
Innheimta árgjalda hjá nokkrum hluta félagsmanna er bæði fyrir-
hafnarsöm og kostnaðarsöm fyrir félagið. Ef allir greiddu árgjöld sín
skilvíslega, mætti spara þann kostnað og þar með lækka félagsgjöldin
talsvert.
Eitt má samt nefna mönnum til huggunar í þessum þrengingum.
Félagsgjöld eru frádráttarbær til skatts. Þeir, sem hafa greitt kr.
8.100.00 í félagsgjöld á síðastliðnu ári, hafa þar með lækkað skattinn
sinn um kr. 4.650.00.
Starfsemi í síðustu ársskýrslu er getið um athugun á rekstri
skrifstofunnar skrifstofunnar. Þess er og getið, að gagnrýni hafi
gætt á skrifstofuna fyrir of mikinn kostnað, miðað við
veitta þjónustu. Á síðasthðnu ári héldu stjórnir læknafélaganna marga
sameiginlega fundi, svo og fundi með skrifstofustjóranum um rekstur