Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1969, Page 79

Læknablaðið - 01.12.1969, Page 79
LÆKNABLAÐIÐ 243 þeirra, sem vinna hjá Reykjavíkurborg, um 24.2%. Þetta þýðir, að laun lækna í dag þyrftu að hækka um 41.8—49.3% hjá ríkislæknum, og um 32.0% hjá borgarlæknum, til þess að ná sama kaupmætti og þeir höfðu í júní 1966. Á það verður að líta í þessu sambandi, að kaupmáttur launa hefur minnkað á umræddu tímabili hjá öllum launþegum landsins. Þannig hefur t. d. kaupmáttur lægstu Dagsbrúnarlauna minnkað um 15%, og hærri laun hafa rýrnað enn meira. Laun í hæstu launaflokkum hafa þó rýrnað mest, svo sem laun lækna. Engar almennar grunnlaunahækk- anir urðu á þessu tímabili, en þó fengu ýmsir launahópar nokkra hækk- un, m. a. vegna tilfærslu í flokkum, t. d. ríkisstarfsmenn. Greinargerð Hrólfs talar sínu máli og þarfnast ekki skýringar við. Stjórnin vill þó benda á einn þátt greinargerðarinnar, þann er fjallar um kostnaðaraukningu við námsferðir til útlanda, en hann hefur tvö- faldazt. Fyrir þá, sem starfa hjá ríkinu, þýðir þetta sambærilega kjara- rýrnun, þar sem kostnaður við siglingar var reiknaður inn í launin 1966. í samningunum við Borgarspítalann er hins vegar gert ráð fyrir, að spítalinn greiði kostnaðinn á hverjum tíma. Breyting á ferðakostn- aði hefur því engin áhrif á kjör borgarspítalalækna. Eins er kostnaður við siglingu einn liður í kostnaðarútreikningum praktíserandi lækna, sem hafa samkvæmt samningum fengið hækkun á þann lið (þ. e. 40% tekna sinna) tvisvar á ári. Þannig hefur aðstaða til námsferða versnað fyrir þá, sem starfa samkvæmt eyktarsamningnum. Hér er um mjög varhugaverða þróun að ræða, þar sem hún leiðir óhjákvæmilega til þess, að þeir, sem við þessi kjör búa, geta síður aflað sér þekkingar erlendis frá. Menn kjósa þá síður að starfa við stofnanir, sem þessi kjör bjóða, eða hitt, sem er öllu verra, þeir fara hvergi. Vonandi sér stjórnarnefnd ríkisspítalanna hættuna, sem þessi þróun býður upp á og gerir sér grein fyrir því, að í þessu efni tapar stjórnarnefndin, raunar allur landslýður, ef hún kemur í veg fyrir, að kröfum lækna í þessu máli verði sinnt. Stéttvísi í síðustu ársskýrslu er þess getið, að stjórn L.R. líti svo á, að mál það, er Gunnar Guðmundsson lagði fyrir gerðardóm Læknafélags íslands, hafi dagað uppi í gerðardómnum og sé hér rneð úr sögunni. Þetta reyndist ekki vera rétt, þar sem í byrjun janúar 1969 barst bréf frá formanni gerðardóms, þar sem því er lýst, að málið hafi verið þingfest, og er farið fram á, að stjórn L.R. komi á framfæri við dóminn skriflegri kröfu og greinargerð. Stjórnin hefur þegar geng- ið frá þessari greinargerð. Svo sem kunnugt er, var á árinu auglýst staða yfirlæknis við endurhæfingardeild Landspítalans. Einn umsækjandi var um starfið, Haukur Þórðarson, læknir á Reykjalundi. Fyrrverandi stjórn Lækna- félags Reykjavíkur hafði þegar samband við Hauk Þórðarson munn- lega, þar sem farið var fram á, að hann setti þann fyrirvara um um- sókn sína, að kjör yrðu skv. kjarasamningi L.R. Hinn 8. júlí gekk nú- verandi stjórn formlega frá þessu með því að skrifa Hauki Þórðarsyni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.