Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1969, Side 83

Læknablaðið - 01.12.1969, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 247 Athugasemdir Menn kann að furða á því, að skýrsian skuli ekki nú við félagatal sem alltaf áður byrja á fjölda félaga. Er ekki dæmið fremur auðleyst? kann einhver að spyrja; þarf annað en taka tölu síðustu stjórnar og bæta við hana þeim, sem gengu í félag- ið á árinu, og draga frá þá, sem létust, og þá, sem fluttu af svæðinu, ef þeir síðastnefndu teljast ekki áfram félagar, aðeins ógjaldskyldir. Vissulega, ef allt hefði áður verið rétt tíundað. Stjórnin fékk fljótlega grun um, að grundvöllurinn undir félaga- tölum í síðustu ársskýrslum stæði ef til vill fremur völtum fótum. Var þá farið að huga að spjaldskránni, og kom í ljós, að hún var raunar lítið annað en skrá yfir þá, sem höfðu greitt til félagsins, eins konar viðskiptamannabók. Samkvæmt félagslögum verður nýr félagi að sam- þykkjast á félagsfundi, en á skránni voru margir, sem vitað var, að höfðu aldrei sótt um inntöku í félagið, þótt þeir greiddu árgjöid, en það eitt gerir engan að félagsmanni með kosningarétti og kjörgengi. Stjórnin hefur nú flett í gegnum allar fundargerðir frá 1936 til okkar tíma og skráð þá, sem þar kom fram, að hefðu verið samþykktir i félagið, því að þeir einir eru samkvæmt félagslögum félagar, svo fremi sem ekki hefur láðst að geta samþykktar á inntöku í fundargerð. Þá kom og fram, að allmargar beiðnir um inntöku í félagið voru í hirzlum þess, án þess sæjust merki í fundargerðum, að þær hefðu verið lagðar fyrir fund. Hitt kom hins vegar einnig fyrir, að menn voru samþykktir í félagið allt að þrisvar sinnum. Stjórnin hefur ekki haft tíma til að kanna félagatalið það ýtarlega, að hún geti gefið upp félagatal, sem hún sjálf telur rétt, og kýs því fremur að sleppa því með öllu í þetta sinn. Hún mun hins vegar vinna ötullega að því að koma málum þessum á hreint, svo að enginn burfi að efast um réttindi lækna í félagi okkar. Án rétts félagatals verður engin kjörskrá, sem mark er á takandi. Stjórninni er ekki kunnugt um, að kjörskrá hafi verið gerð á síðustu árum eða á nokkurn hátt reynt að fylgjast með því, hvort þeir, sem þátt tóku í atkvæðagreiðslum, voru félagsmenn með fullum réttindum. Þetta var ekki eins mikill vandi áður, meðan félagið var tiltölu- lega mannfátt, því að stjórnin þekkti hvern mann og stöðu hans gagn- vart félaginu. Nú er þessu ekki lengur til að dreifa, og því verður að haga starfsháttum í samræmi við breyttar aðstæður. Við athugun þessa kom einnig í ljós, að mikil þörf er nánari reglu- gerðar um framkvæmd alla í sambandi við félagaskrá, innköllun ár- gjalda o. fl. Hyggst stjórnin m. a. vinna að gerð hennar á næsta ári eða, ef það þykir heppilegra, að fella reglurnar inn í lögin. Lokaorð Ekki getur stiórnin státað af miklum stórvirkjum í samning- um félagsins, því að þeir hafa í öllum meginatriðum verið óbreyttir sem flest-allir aðrir kjarasamningar á þessu ári. Kaupgeta launa lækna hefur því stórum minnkað, einkum vegna mikillar hækk- unar á siglingakostnaði. Á árinu 1967 var samþykkt að vinna að því að koma á lágmarks- staðli á sjúkrahúsum í anda tillagna „krónisku“ nefndarinnar. Fyrsta skrefið í því máli var stofnun læknaráðs við spítalana, Því er nú lokið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.