Læknablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 40
210
LÆKNABLAÐIÐ
1) Skortur á almennum læknum.
2) Mikið vinnuálag og sífelld vaktþjónusta.
3) Fagleg einangrun.
4) Félagsleg einangrun.
5) Skortur á æskilegri starfsaðstöðu.
6) Skortur á þjálfuðu hjálparliði.
7) Erfið ferðalög víða í dreifbýli.*
Að öðru leyti gilda þær ástæður, sem taldar eru valda skorti á al-
mennum læknum.
1) Læknum hefur fjölgað, en með tilkomu aukinnar tækni og auk-
innar þekkingar í læknisfræði hefur sérgreinum fjölgað og þar af leið-
andi hefur þörf á sérfræðingum aukizt. Lík þróun hefur orðið í öðrum
atvinnugreinum. Framfarir í læknisfræði hafa orðið örari en menn
óraði fyrir og því erfitt að sjá þróunina fyrir. T. d. hafa Svíar gert
5 ára áætlanir um framtíðarlæknisþörf síðan 1956, en þessar áætlanir
hafa því miður allar reynzt vera „stjörnuspár11. Ekki þykir mér þörf
að rekja sögu slíkra spádóma hér á landi, enda vart þess virði, að fært
sé í letur, svo haldlitlir sem þeir hafa reynzt.
2) í Bandaríkjunum hefur hlutfallstala sérfræðinga miðað við al-
menna lækna aukizt úr 17% árið 1931 í 64% árið 19 6 5.20 Um 46%
allra lækna í Finnlandi eru sérfræðingar, og 27% eru við sérfræði-
nám. Niðurstöður Gallup rannsókna þar hafa leitt í ljós, að 80% af
læknastúdentum kjósa sérfræðinám.13 Könnun meðal rúmlega 3300
sænskra aðstoðarlækna leiddi í ljós, að aðeins 150, eða 4,7%, ætluðu
að leggja stund á almennar lækningar.18
í mörgum öðrum löndum hafa niðurstöður kannana leitt í ljós,
að um 85% af læknastúdentum hafa í huga sérnám að loknu almennu
læknisnámi.38
Á íslandi hefur þróunin orðið eins og sjá má af töflu I.
TABLE I1517
Iceland 1/1 1941 Number % 1/1 1971 Number %
General practitioners 139 77.7 107 35.3
Specialists 40 22.3 198 64.7
Number of active physicians 174 100.0 305 100.0
Sérfræðingum hefur því fjölgað, en almennum læknum fækkað
verulega á tímabilinu 1941-1971. í Reykjavík hefur þróunin orðið sú
sama eins og sjá má í töflu II.
Úr töflu III má lesa fjölda lækna á 100.000 íbúa og hlutfalls-
* Gert í samvinnu við Benedikt Tómasson skóiayfirlækni.