Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 9

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ 135 Fig. 2. Variations in absorption maxima and min- ima of pentobarbital (20 pg/ml) according to the pH of the solution. Pentobarbital dissolved in 0.45 N NaOH (pH ca. 13); — Pentobarbital dissolved in 0.6 N boratc buffer (pH ca. 10); ..... Pentobarbital in acid solution (pH ca. 2). greind sundur með þessum hætti. Við pH 2 er ljósfallið lítið (mynd 2), svo sem áður segir. Walker et al. sýndu fram á, að munur á ljósfalli við 239 nm í basískri lausn (pH 10) og súrri lausn (pH 2-5) ertí hlutfalls- legur við magn barbítúrsýrusambanda, er vera kynnu í lausninni.39 Lous24 25 og Goldbaum17 endurbættu þessa aðferð og sýndu m. a. fram á, að úrhluta má bar- bítúrsýrusambönd beint úr vatnslausn með klóróformi og síðan með basa yfir á vatns- fasa (þ. e. a. s. þá lausn, sem notuð er til Ijósfallsmælinga) við viðunandi heimtur, enda þótt pH væri breytilegt á bilinu 2-8 í vatnslausninni. Goldbaum18 og síðar Broughton4 breyttu hér enn um og ákvörð- uðu ljósfallsmun við 260 nm við pH 10 og pH 13. Verður það að teljast til bóta, þar eð ákvörðunin byggist nú á mismuni milli ljósfallsferla hinna tveggja jónuðu forma, sem svo mjög eru sérkennandi fyrir flest barbítúrsýrusambönd (sbr. að framan). Við athugun á mynd 2 sést einnig, að já- kvæður mv.nur á þessum Ijósferlum er mestur við 260 nm. Á mynd 3 er sýnt sambandið milli mun- ar í ljósfalli við pH 13 og pH 10 annars vegar og magns mebúmals í sítratblóði (2-60 míkróg/ml) hins vegar. Er augljóst, að Ijósfallsmunurinn er hlutfallslegur við magn mebúmals og lýtur því Lambsrt- Beers lögmáli. Heimtur voru í þessari til- raun 76% að meðaltali. Við sambærilegar tilraunir með mebúmal, allýprópýmal og pentýmal hafa heimtur verið á bilinu 75- 80%, en frávik einstakra mælinga frá með- altalinu um 2%. Hliðstæð tilraun var gerð með heparínblóð og voru niðurstöðutölur eins. Nota má kúrfuna á mynd 3 til þess að lesa af magn mebúmals við tiltekna The linear relationship between the con- centration of pentobarbital (ng/ml; ab- scissa) and the difference in extinction as measured at pH 13 (E ) and pH 10 (E ) (ordinate). N ®

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.