Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1973, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.08.1973, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 145 og, eí svo er, teljast þeir skammlegusjúki- ingar? Flokkar nefndin suma gamal- mennasjúkdóma undir geðsjúkdóma? Hvar setur nefndin mörkin milli fávita og geðveikra? Dveljast einhverjir geð- sjúklingar þannig á fávitahælum og elli- heimilum? Hvað eru margir geðsjúkling- ar vistaðir á Vífilsstöðum og Reykja- lundi svo og á hinum ýmsu sjúkrahúsum landsins? Hvers vegna skyldu fjórðungs- sjúkrahúsin á Neskaupstað og ísafirði ekki hafa litlar geðdeildir, svo að sjúklingar úr þessum fjórðungum geti haft tengsl við ættingja og aðstandendur? Hver er afstaða almennings, yfirvalda og lækna í strjálbýlinu? Af hverju var talið hent- ugra að byggja sérstakt hús á lóð Land- spítalans og Háskólans heldur en að halda áfram með byggingar á Kleppsspítalalóö- inni? Má ætla að geðdeildarbygging á Landspítalalóðinni sé tvíverknaður vegna þess, sem þegar hefur verið byggt og tek- ið í notkun á Kleppsspítalalóðinni? Þannig mætti spyrja enn um hríð, en væntanlega er svör við þessum og mörg- um öðrum spurningum að finna í greinar- gerð nefndarinnar. Þannig verður t. d. fróðlegt að heyra um samskipti nefndar- innar við Háskólann og yfirvöld og lækna Landspítalans, sem eru auðvitað beinir að- ilar að þessu máli. London 15.8. 1973. Með virðingu, Matthías Kjeld Úr söniliim laehnablödnm HARÐNESKJUKONUR eftir Skúla V. Guöjónsson stud. med. Stud. med. Skúli V. Guðjónsson hefir sent Lbl. 2 sögur. Er það eftir tilmælum prófessors Guðm. Hannessonar. Er nú fyrri sagan birt í Þessu blaði. Geta svona sögur lýst mjög vel ýmsu einkennilegu meðal alþýðu og kjörum hennar. I. Eg var vikar fyrir héraðslækni nokkra hríð. — Eitt sinn sem oftar kom maður að sækja mig. Kvað hann gamla konu á næsta bæ við sig hafa dottið á stein og líklega lærbrotnað. Bjó eg mig hið skjót- asta og lagði af stað. Eftir hér um bil 3 stunda harða reið komum við á bæinn. Var það reisulega bygður bær. Baðstofan var björt og rúmgóð. Hátt var upp í súð- ina og strompur stóð upp úr mæni. Rúm- in stóðu út við veggina. Brekán lágu breidd yfir. Konur sátu við tóskap en karl- ar tveir unnu úr hrosshári. Annar þeirra fléttaði reiptagl. Vafði hann því um bita jafnóðum og lengdist. Hann tók bakföll þegar hann herti að þáttunum, og dró ekki af sér þegar eg horfði á hann. Hlýtt var í baðstoíunni. Olíulampi með stórum skermi brann í miðri stofu. í einu horninu lá gamla konan í rúmi sínu. Hún var urn nírætt og gerði öll fjósaverkin, og það sást á höndunum, rokknum og bandhnykl- unum við rúmið hennar, að ekki hafði hún setið þar auðum höndum. Eins og vant var hafði hún borið heymeisana frá heygarðinum til fjóssins, en skrikaði fótur og féll á steinstétt við fjósdyrnar. Hún heyrði bresta í lærinu við fallið, og kvaðst hafa fundið nokkuð mikið til. Hjálparlaust staulaðist hún þó til baðsofu, all-langa leið, og til hvílu sinnar. Þegar eg kom, haíði hún legið þar hálfan dag og látið á litlu bera.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.