Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1973, Side 58

Læknablaðið - 01.08.1973, Side 58
166 LÆKNABLAÐIÐ inginn liggjandi á bakinu með höfuð sveigt aftur á við, en herðunum þrýst fram á við með púða. Eftir venjulegan undirbúning er gerður þverskurður í fossa sunrasternalis og þvínæst er dissicerað niður að trachea. Þess verður að gæta vel, að komast með kíkinn undir pre- tracheal fasciu, sem þarna er til staðar. Ef læknirinn gætir þessa ekki, en lendir fyrir framan áðurnefnda fasciu, er hann á hættusvæði og getur valdið miklum skaða. Þegar komið er undir pretracheal fasciuna, er haldið áfram að dissicera með fingri niður með trachea, eins langt og náð verður. Jafnframt er reynt að gera sér grein fyrir, hvort nokkuð óeðlilegt finnist, svo sem stækkaðir eitlar eða æxli í mediastinum. Því næst er kíkinum stung- ið inn og hann færður varlega niðu.r á við að áðurnefndum eitlasvæðum. Til þessa er notuð dissectionstöng og sog. Los- að er um líffærin framan og til hliðar við trachea og er á þennan hátt unnt að færa kíkinn niður að bifurcation og jafnvel nið- ur með báðum aðalbronchi. Minni háttar blæðingar, sem koma yfir- leitt frá litlum bronchialæðum eða smá- æðum í lausum bandvef við trachea, er tiltölulega auðvelt að electrocoagulera, en undirbinding æða á þessu svæði er ekki möguleg. Það er rétt að geta þess, að eitlarnir við bifurcatio trachea innihalda yfirleitt kolapigment og eru því dökkir að sjá, er. þetta gerir að verkum, að þeir geta líkzt mjög bláæðum. Ef vafi er á, hvort um sé að ræða, er unnt að ganga úr skugga um það með ástungu. Mynd 3.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.