Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1973, Qupperneq 59

Læknablaðið - 01.08.1973, Qupperneq 59
LÆKNABLAÐIÐ 167 Mesta hættan við aðgerðina hefur ein- mitt verið sú að rugla þessu tvennu sam- an. Oftast hafa þá vena azygos og vena cava superior orðið fyrir skemmdum og afleiðingin oft mikil og alvarleg blæðing. Þegar speglun er lokið, þarf ekki að sauma saman annað en platysma og húð. Ef ekkert óhapp verður, tekur speglun skamman tíma, 15-30 mínútu.r. Óþægindi eftir aðgerð eru yfirleitt ekki meiri en við Daniels biopsiu, en helzt kvarta sjúkl- ingar yfir smávegis særindum í hálsi og retrosternalt. Hitahækkun verður ekki teljandi og ekki er venja að gefa anti- biotica að staðaldri eftir aðgerð. Rétt er að taka röntgenmynd af thorax daginn eftir, til þess að fylgjast með, hvort aukning verður á breidd mediastinum, sem gæti bent til blæðingar eða sýkingar. MEDIASTINOSCOPI Á LAND- SPÍTALANUM Fyrsta mediastinoscopia var gerð á Landspítalanum þann 22. febrúar 1971, og hafa síðan verið gerðar 40 speglanir. Ald- ur og kyn sjúklinga sézt af töflu nr. 1. Flestir sjúklinganna voru á aldrinum 40 til 70 ára og kemur þetta vel heim við greinar frá öðrum sjúkrahúsum um þetta efni, enda er algengasta ástæða til mediastinoscopiu cancer í lungum eða grunur um slíkt. Verður þess nánar getið síðar. Eins og sézt á töflu nr. 2, hafa ekki allir sjúklingarnir legið á Landspítalanum, en 4 þeirra voru á Vífilsstaðaspítala og 2 á St. Jóseps spítala í Reykjavík. Vegna þess, hve aðgerðin er tiltölulega hættulítil og fylgikvillalaus, er ekkert, sem mælir á móti því, að gera hana á sjúklingum frá öðrum sjúkrahúsum, en þeir eru þó hafðir undir eftirliti hér á Landspítalanum í 2-3 klukkustundir, með- an þeir vakna og jafna sig. Ástæður til mediastinoscopiu sjást á töflu nr. 3 og sézt þar, að algengasta ástæðan er lungnacancer eða grunur um slíkt. Við höfum ekki gert mediastino- scopiur að staðaldri á sjúklingum, sem við erum búnir að staðfesta hjá lungna- cancer, en í þeim fjórum tilfellum, sem hér er um að ræða, vorum við ekki vissir um hvort tumorinn væri skurðtækur, þar sem lungnamynd gaf grun um stækkaða eitla í mediastinum. Af þeim reyndist einn hafa meinvörp, en hjá hinum þremur var speglunin neikvæð. Hjá þeim 18, sem voru grunaðir um lungnacancer, var mediastinoscopia í flest- um tilfellum gerð samtímis broncho- scopiu. Af þessum sjúklingum reyndust 8 hafa meinvörp í eitlum, en 10 eitla- sectionstöng. C: Biopsitöng. D: Sog. E: Aspirations-nál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.