Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 62

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 62
170 LÆKNABLAÐIÐ ið ífarandi í gegnum eitilhýðið inn í nærliggjandi vefi, komi skurðaðgerð ekki til greina. Margir halda því þó fram, að þrátt fyrir meinvörp í eitlum séu æxli stundum skurðtæk, einkum ef meinvörp eru ekki farin að vaxa ífarandi út fyrir eitilinn. Svokallaðar „palliativar resec- tionir“ eru einnig í mörgum tilfellum rétt- lætanlegar. Þegar ekki er hægt að gera skurðað- gerðir við æxli í lungum, þarf að grípa til annarar meðferðar, en þar ber fyrst að nefna geislameðferð og cytotoxisk lyf. Það er því töluvert unnið, ef sjúklingur kemst hjá explorativri thoracotomiu og þeim óþægindum, sem henni fylgja, og hægt er að byrja þá meðferð, sem talin er heppilegust, en explorativ thoracotomia hefur það í för með sér, að meðferð dregst nokkuð á langinn. í sjúklingahóp þeim, sem þessi grein fjallar um, voru 22 með lungnacancer eða grunaðir um slíkt. Hjá 9 þeirra reyndist mediastinoscopi jákvæð, æxli þar af leið- andi ekki talin skurðtæk og explorativ thoracotomia var ekki gerð. Vefjabreytingar, sem gefa til kynna lymphogranulomatosis benigna og mal- igna, sjást oft fyrst í eitlum og þá alloft í mediastinum. Til að fá sjúkdómsgrein- ingu í þessum tilfellum, þurfti áður fyrr að gera explorativa thoracotomiu, en það er töluverð aðgerð, miðað við það, að hér er einungis verið að staðfesta sjúkdóms- greiningu. Ef um var að ræða lympho- granulomatosis maligna, þurfti svo einn- ig að gera explorativa laparotomiu, taka milti og eitlasýni úr kvið og er það all- mikið álag fyrir sjúklinga með þennan alvarlega sjúkdóm. í sjúklingahópi þeim, er hér greinir, voru þrír grunaðir um lymphogranuloma- tosis maligna og þrír um 1. benigna og reyndust tveir úr hvorum hópi hafa þessa sjúkdóma, sbr. töflur 3 og 4. Allir, sem skrifa greinar um media- stinoscopiur, eru á sama máli um það, að rannsóknaraðferðin sé hættulítil, ef vel er að gætt og höfum við ekki aðra sögu að segja. Tvær minniháttar complication- ir sem við höfum fengið og ég hef áður ininnst á, geta eins komið fyrir eftir aðrar rannsóknaraðgerðir, sem gerðar eru í svæfingu. Ekkert mælir á móti því að spegla sjúklinga, sem dveljast á öðrum sjúkra- húsum, en í þeim 6 tilfellum, sem við höf- um haft, hafa engar complicationir átt sér stað. SAMANTEKT Frá því í febrúar 1971, hafa verið gerð- ar 40 mediastinoscopiur á 25 körlum og 15 konum á handlæknisdeild Landspítal- ans. Mikilvægasta ástæða til mediastino- scopiu er cancer i lungum eða grunur um slíkt. í þeim tilfellum er bæði leitað að æxlisvef til greiningar og vitneskju um, hvort æxli sé skurðtækt eða ekki. 22 sjúklinganna voru grunaðir um eða höfðu krabbamein í lungum. Aðrar ástæður til mediastinoscopi voru: tumor mediastini í fimm tilfellum, grunur um lympho- granulomatosis maligna í þrem og 1. benigna í þrem tilfellanna. Enn aðrar ástæður til rannsóknaraðgerðanna voru í sjö tilfellum. Einungis tvær vægar complicationir urðu við þessar 40 aðgerðir. HEIMILDIR 1. Bergh, N. P., Scherstén, T. Bronchogenic carcinoma. Acta chir. scand., Suppl. 347. 1965. 2. Carlens, E. Mediastinoscopi: A method for inspection and tissue biopsi in the superior mediastinum. Dis. Chest 36:343-52. 1959. 3. Daniels, A. C. A method of biopsi useful in diagnosing certain intrathoracal diseases. Dis. Clwst 16:360-67. 1949. 4. Jepsen, O. Bioptic mediastinal exploration by the method of Carlens. Mediastinoscopi. Munksgaard, Köbenhavn. 1966. 5. Pearson, F. G. et Al. The role of mediastino- ncopi in the selection of treatment for bronchial carcinoma with involvement of superior mediastinal lymph nodes. J. Tliorac. Cardiovasc. Surg. 64:382-90. 1972. 6. Thorarinsson, H. Carcinoma of the lung in Iceland. Scand. J. Thor. Cardiovasc. Surg. 38. 1969.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.