Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1975, Side 27

Læknablaðið - 01.04.1975, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 15 TABLE 3 Previous aJbortions. Number of women Per cent Spontaneous abortions 153 25.3 Induced abortions 14 2.3 No abortions 433 72.2 Total 600 100.0 Tafla 1 og 2 skýra sig sjálfar. Þó má benda á, að hlutfallslega er fjöldi þeirra kvenna hár, sem fætt hefur 3 börn og fleiri, ef miðað er við meðaltal barna í hverju hjónabandi í landinu, sem nú er 2.4. Eins og áður er getið var einmitt á fyrstu árum notkunar I. U. D. leitast við að láta einkum konur með mörg börn fá þessar varnir. Við fyrstu skoðun voru allar konur spurðar um fyrri fósturlát og fóstureyð- ingar, eða stuðst við upplýsingar úr skýrslum deildarinnar. Eftir Töflu 3 að dæma hafa 28 prósent kvenna látið fóstri, eða fóstureyðing verið framkvæmd hjá þeim áður. Telja má vafasamt að miða við þessar tölur, ef meta á tíðni fóstur- láta ihjá íslenzkum konum, þar sem deild- in hefur einmitt mikið af slíkum konum að segja. Tafla 4 gefur væntanlega nokkuð rétta mynd af tíðni blæðingaróreglu hjá ís- lenskum konum. Hér var ekki aðeins spurt um óreglu á tíðum við skoðun, held- ur um forsögu tíðaróreglu. Af 600 konum höfðu 31 ekki haft blæðingar frá síðustu fæðingu, þegar I. U. D. var sett upp. Þrjár konur höfðu haft utanlegsfóstur nokkru áður en þær fengu I. U. D. TABLE 5 Pelvis examination at admission. Number Per cent Uterus enlarged 271 45.2 Uterus normal 329 54.8 Total 600 100.0 Stærð legs var skráð fyrir hverja inn- lögn á I.U.D. Eins og Tafla 5 sýnir, var leg stækkað hjá 271 konu, en eðlilegt að stærð hjá 329. Innlögn I.U.D. gekk vel hjá 585, en út- víkkunar á leghálsi var þörf hjá 15 kon- um. FYRSTU EFTIRKÖST Um eina konu er getið, að yfir hana leið strax eftir aðgerðina, en hún jafnaði sig fljótt, annars er ekki getið um nein meiri háttar eftirköst í byrjun, að undan- teknu því, að allmargar konur 'höfðu mis- munandi miklar blæðingar fyrstu dagana. Við eftirrannsókn kom í ljós, að fyrstu 3 mánuðina höfðu 162 konur (27%) auknar blæðingar, bæði nokkuð óreglulegar og lengdar í flestum þeim tilvikum. Verkir fyrst í stað komu í Ijós hjá 12 konum (2%), en 426 (71%) kvörtuðu ekki yfir neinum eftirköstum fyrstu mánuðina. Eftir að meðaltali hálft ár reyndust blæðingar hafa aukist að lengd hjá 138 konum (23%) og aukist að magni hjá 119 (20%). í flestum tilvikum var um sömu konur að ræða. Milliblæðingum bar á hjá 35 konum (6%), en verkir, sem taldir voru við fyrstu eftirskoðun geta stafað TABLE 6 TABLE4 Menstrual history. Types of I.U.D. Number Per cent Number Per cent Lippes loop size II (D) 505 84.2 Normal menstruation 536 89.3 Lippes loop size III (C) 80 13.3 Irregular menstruation 64 10.7 Saf-T-Coil 15 2.5 Total 600 100.0 Total 600 100.0

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.