Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 39

Læknablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 21 framlögum sínum, auk þess sem þingtíminn sjálfur fer að mestu í snúninga og fyrir- greiðslu. Ávinningur þeirra sjálfra af þing- inu verður því mun minni en vera ætti. Að undanförnu hefur verið unnið mark- visst að því að gera ísland að ráðstefnu- landi og áætluð áframhaldandi þróun í þá átt. ísland er ekki jafn illa í sveit sett til slíkra mannfunda, sem ætla mætti í fyrstu. Hér geta menn frá Ameríku og Evrópu mætzt á miðri leið og fundað. Náttúra landsins býr yfir nægum töfrum til að laða menn hingað til norrænna mannfunda. Aðstaða til þing- halds hefur batnað að mun á undanförnum árum, en þarf þó að verða mun betri. Hér vantar einnig fyrirtæki eða stofnanir, sem sérhæfa sig í undirbúningi og framkvæmd þinga. Má t. d. minnast á, að danskir stúdent- ar reka ,,kongress service" með ágætum, og mættu íslenzkir stúdentar íhuga mögu- leika á slíkri þjónustu. Ekki er síður ánægjuefni, að líf er að fær- ast í þinghald íslenzkra lækna innbyrðis. Hafa menn margt að sækja á slík mót, hvar sem þau eru haldin. Læknum og konum þeirra gefst tækifæri til að hitta sína líka og varpa frá sér um stund áhyggjum og erli daglegra starfa. Helzt ætti að leitast við að halda slík mót utan Reykjavíkur eða stærri bæja, því að ella verður fundarsókn fæstum sú afslöppun, sem vera ætti. Sumir halda því fram, að læknar hér hafi ekki frumlegar athuganir fram að færa í þeim mæli, að það réttlæti slík innlend þinghöld. Slíka afstöðu tel ég alranga. Þótt seint megi hér búast við stórum nýjum læknisfræðilegum sannindum, eru hér næg áhugaverð verkefni, ef menn nenna að hafa augun opin og afskrifa þau ekki á þeim for- sendum einum, að þau séu ekki frambæri- leg á stórum fjölþjóðaþingum og í stórum erlendum fræðitímaritum. Pau eru þó oftast þess verð, að þeim séu gerð skil og borin fram á innlendum þingum eða í málgagni ís- lenzkra lækna. Slíkt er mönnum mikilvæg þjálfun í framsetningu athugana sinna á skipulagðan, áheyrilegan hátt. Sjálfsagt er einnig á slíkum þingum að hafa hringborðs- umræður eða symposia um áhugaverð efni, og er þar nægu af að taka. Loks mætti í ríkara mæli bjóða hingað erlendum vísinda- mönnum til fyrirlestra, og eru innlend lækna- þing tilvalinn vettvangur slíkra gestafyrir- lestra. Rað er ósk Læknablaðsins, að ráðstefnu- höld hérlendis blómstri til menntunar og hvatningar. P.A.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.