Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 47

Læknablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ 25 9. Heimili í upplausn og þar sem skilnaður er yfirvofandi. 10. Fjölskyldur, sem notfæra sér þjónustu mæðra- og ungbarnadeilda minna en í meðallagi. Talið er að sérstaklega þurfi að huga að eftirfarandi hópum barna: 1. Börnum, sem fæðast fyrir tímann. 2. Börnum, sem anda illa, hafa lágan blóð- sykur. hyperbilirubinaemia eða einhverja aðra sjúkdóma nýfæddra. 3. Meðfæddir gallar. 4. Endurteknar sýkingar. 5. Ýmis konar langvarandi sjúkdómar (asthma, sykursýki, nýrnasjúkdómar, meltingarsjúkdómar). 6. Ójafnvægi í næringu (offita, hor). 7. Vaxtar- og þroskavandamál. 8. Sjónar- heyrnar- eða talvandamál. 9. Vandamál í sambandi við hreyfifæri. 10. Sálfræðileg eða hegðunarleg vandamál. 11. Andlegur vanþroski. 12. Börn, þar sem daggæslu er ábótavant. Sérstök skýrsla verður send út um fundinn og kemur út sem sérrit frá skrifstofunni í Kaupmannahöfn. Undirritaður dvaldist í Moskvu laugardag- inn 16. nóv. og gafst þá tækifæri fyrir vel- vilja dr. Venediktov að skoða fyrirkomulag á sjúkraflutningum í borginni svo og að heim- sækja sjúkrahús, þar sem fram fara hjarta- skurðlækningar. Allur bráður sjúkraflutningur er skipulagð- ur frá einum stað. Hann hefur yfir að ráða, ásamt útibúum, 500 sjúkrabílum og fást þeir eingöngu við bráð sjúkraköll, en hafa ekki með að gera flutning á vanfærum konum eða sjúklingum, sem þurfa að fara á göngu- deildir sjúkrahúsa. Allar beiðnir koma inn á sérstaka móttökustöð í gegnum síma og i öllum bílum er talstöðvasími, svo að beint sé hægt að hafa samband við bílinn. Allir sjúkrabílarnir eru af sömu gerð, eru eins og háir sendiferðabílar og munu vera framleidd- ir í Riga. í hverjum bíl eru, auk bílstjórans, læknir og tvær hjúkrunarkonur. í bílnum eru öll tæki, barkaslöngur og mikið af lyfjum og ur.. annast þá, svo sem súrefni, sog, tæki til að gera barkaskurð, öndunartæki, hjartalínurits- tæki til að búa sem best að sjúklingum og ^úðum. Pláss í bílnum er þannig, að sjúk' /ngur liggur við annað þil, en iæknir og hjúkrunarkonur geta setið við höfðalag og til annarar hliðar. Nokkrir stærri bílar eru einnig til þar sen. sjúklingur getur legið á vagni í miðjum bíln- um og hægt er að ganga kringum sjúkling. Aðeins munu vera 2 eða 3 slíkir bílar í notkun í Moskvu, en forráðamenn stofnun- arinnar töldu, að þeir mundu í framtíðinni reyna að koma upp fleiri slíkum bílum og einkum töldu þeir þá nauðsynlega í sam- bandi við hjartasjúkdóma. Engir af þessum sjúkrabílum eru reknir í beinum tengslum við sjúkrahús, en sjúkra- hús hafa vaktir eftir svæðum. Heimsóknin í hjartaskurðdeildina var mjög fróðleg. Sá spítali var eins og þeir, sem fyrr héfur verið lýst hér að framan, í gamalli byggingu og ekkert nýtískulegt við húsið sjálft, jafnvel skurðstofur voru gamaldags og greinilega ekki tekið tillit til þeirrar smit- gátar, sem talin er nauðsynleg á skurðstof- um í dag. Hins vegar var gjörgæsludeild sjúkrahússins mjög vel búin tækjum og greinilegt, að þarna eru gerðar skurðaðgerð- ir á hjarta af öllu tagi. Yfirlæknirinn kvartaði yfir því, að spítalinn væri gamall og ekki hægt að halda uppi þeirri smitgát, sem nauðsynleg væri, en nýr spítali væri í bygg- ingu. Páll Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.