Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1975, Side 63

Læknablaðið - 01.04.1975, Side 63
LÆKNAESLAÐIÐ 35 Greir.ing Dags. Lyf Skammtur Hvc lcngi Aihs. Naesta koma Larknir Onnur mcðfcrð Mynd 3. alla að vinna við slíkar aðstæður; atriði gleymast, meiri hætta verður á ýmiss kon- ar villum, pappírar eru ekki á sínum stað í skjalasafni, upplýsingar berast ekki heimilislæknum, sem geta þá síður fylgst með sjúkdómunum og fullkomnað þá með- ferð, sem ‘hafin var á spítölunum, þegar sjúklingar leita þeirra að nýju. Þetta kann síðan að valda því, að sjúklingum batnar seinna og afleiðingar þessa verða stundum þær, að heilsu- og fjárhagstjón hlýst af. Það er því augljóst mikilvægi þess, að upplýsingamiðlun sé sem öruggust og best. B — LYFJAKORT Jafnvel þó að læknabréf séu send heim- ilislækni strax, kunna sjúklingarnir af ýmsum ástæðum að leita til annarra lækna. Til þess að gera upplýsingamiðlun- ina öruggari, a.m.k. hvað varðar lyfja- notkun sjúklinganna og sitthvað fleira, gerði ég 1970 lyfjakort, sem nú hefur ver- ið endurbætt (sjá mynd 2 og 3). Er ætlast til, að það sé fyllt út, þegar sjúklingur fer heim af spítala og sjúklingur beri það á sér og sýni það, er hann leitar læknis, hvað sem að honum kann að vera hverju sinni. Á fremstu síðu þessa lyfjakorts eru venjulegar upplýsingar um sjúklinginn, heimilislækni hans og síma, spítalalækni þann, sem gefur út kortið, síma hans, og neðst á síðunni eru reitir fyrir lyfjaofnæmi, sem í skal skráð, ef kunnugt er um, að sjúklingur sé ofnæmur fyrir einhverjum lyfjum. Á síðu 2, 3 og 4 eru skráð þau lyf, sem sjúklingur notar, lyfjaskammtar og hvað áætlað er, að sjúklingur eigi að taka lyfið (lyfin) lengi. Á athugasemdadálki má koma fyrir ýmsum upplýsingum, svo sem blóðþrýstingi, þyngd, athyglisverðum nið- urstöðum þvag- og blóðrannsókna, eða öðru því, sem læknunum þykir máli skipta, svo og því, hvenær áætlað er, að sjúklingur komi næst til læknisins. í síðasta dálkinum er fangamark eða nafn læknisins, sem skrá- ir lyfið (lyfin). Efst á blaðið má skrá sjúk- dómsgreiningar og neðst á blaðið aðra meðferð. Er að þessum upplýsingum öll- um, að mínum dómi, mikið hagræðd og öryggi, sem ekki er frekari ástæða að fjöl- yrða um. Á 5. síðu eru upplýsingar handa lækn-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.