Læknablaðið - 01.08.1977, Síða 6
126
LÆKNABLAÐIÐ
TILKYNNING TIL LÆKNA
FRÁ LY'FJAMÁLADEILD HEILBRIGÐIS- OG
TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTINU
GILDI LYFSEÐLA Á NORÐURLÖNDUM
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
hefir samkvæmt tillögu frá Norðurlanda-
ráði og í samráði við heilbrigðisyfirvöld í
Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð
ákveðið, að heimilt sé, að fullnægðum á-
kveðnum skilyrðum, að afgreiða lyfseðla
frá þessum löndum hér á landi.
Fyrst um sinn nær heimild þessi ekki til
lyfseðla, sem út eru gefnir af tannlæknum
og dýralæknum.
Heimilt er að afgreiða lyfseðil, sem gef-
inn er út af lækni með fullt lækningaleyfi
á Islaridi, einu sinni í einhverju hinna
Norðurlandanna. Heimild þessi nær ekki
til ávísana á eftirritunarskyld lyf, né ávís-
ana á mengaðan eða ómengaðan vínanda.
Óheimilt er að afgreiða eftir símalyfseðli,
sem viðkomandi hefir fengið afhentan í
apóteki og ekki er hægt að hringja lyf-
seðla milli landa.
Á lyfseðil skal ætíð rita niafnnúmer sjúk-
lings. Auk undirskriftar læknis, skal nafn
hans stimplað eða prentað á lyfseðilinn.
Skilyrði fyrir, að lyfseðill sé afgreiddur
á einu 'hinna Norðurlandanna er, að hann
sé greinilega ritaður, Iþannig að sá, sem af-
greiðir lyf geti auðveldlega skilið það sem
á hantn er ritað. Ennfremur verður lyf það,
sem vísað er á að vera skráð í viðkomandi
landi.
Sérlyf má aðeins afgreiða, að í því sé
sama/sömu virk(t) efni og í því magni,
sem mælt er fyrir í lyfseðli og að það sé
frá þeim framleiðanda, sem hefir einka-
rétt á nafni áritaðs sérlyfs, þ.e. að ekki má
láta út tilsvarandi lyf frá öðrum framleið-
anda.
Apótek á íslandi hafa aðgang að upp-
lýsingum um, hvaða lyf eru skráð á hin-
um Norðurlöndunum og geta veitt upplýs-
ingar um það, hvort viðkomandi lyf er
skráð í viðkomandi landi og hvort unnt er
að afgreiða það í því landi.
Heimilt er að afgreiða lyf, sem saman
er sett að fyrirmælum læknisins („magis-
trel ordination“, ,,ex tempore“ lyf), ef efn-
in, sem notuð eru, eru vel þekkt og fáan-
leg í viðkomandi landi.
Fyrst um sinn mun ekki verða unnt að
afgreiða nærri alla lyfseðla á hinum Norð-
urlöndunum, vegna þess að enn er tals-
verður munur á því, hvaða sérlyf eru
skráð í hverju landi, en stefnt er að sam-
ræmingu skráningar sérlyfja á Norður-
löndunum.
Þegar lyf er afgreitt í einhverju hinna
Norðurlandanna, skal greiða það að fullu
og fær viðkomandi kvittun cg gegn henni
fæst lyfið endurgreitt samkvæmt gildandi
reglum í sjúkrasamlagi sjúklings.
NORRÆNT NÁMSKEIÐ
„XII. Nordiske kurs i plastikkirurgi:
Voksenásen, Oslo, 21.—25. nóvember 1977.
Hovedemne: Medfödte misdannelser.“
Þeir sem hafa áhuga á námskeiði þessu,
geta fengið nánari upplýsingar hjá Árna
Björnssyni á Lýtalækningadeild Land-
spítalans.