Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1977, Page 14

Læknablaðið - 01.08.1977, Page 14
130 LÆKNABLAÐIÐ ritum, 'þar sem menn greinir á hvað telja beri „þögla“ gallsteina.® Margir höfundar telja gallsteina þögla þrátt fyrir óljós melt- ingaróþægindi (indigestion),22 en aðrir krefjast, að til þess að kalla megi gallsteina þögla, eigi alls engin meltingaróþægindi að vera til staðar. Höfundar þessarar greinar aðhylltust síðarnefndu skilgreindngunni fyrir þögla gallsteina, Á hinn bóginn þótti hagkvæmt að greina á milli óljósra meltingarkvartana (fl. II) og dæmigerðra gallsteinaeinkenna (fl. I), þegar flokka skyldi einkenni þau, er sjúk- lingar með þögla gallsteina fengu á tíma- bilinu. Meðal ástæðna fyrir þessari skipt- ingu var, að ýmsir læknar, bæði lyflækn- ar og skurðlæknar, rekja óljós „dyspeptisk“ einkenni til gallsteina og mæla með aðgerð á þeim grundvelli. Eins og fram kemur í þessari athugun, gengust nokkrir sjúkling- anna undir aðgerð með óljós einkenni og héldu langflestir áfram að hafa sömu ein- kenni eftir aðgerðina. Höfundar þessarar greinar fylgdu eftir slíkum sjúklingum með ódæmigerð einkenni, fl. II, fyrir og eftir aðgerð í annarri hliðstæðri athugun og fundu, að ekkert samband virtist milli steina og ódæmigerðra einikenna (fl. II), í allflestum tilvikum.4 I þessu sambandi er brýn þörf að minn- ast þess, að nákvæm sjúkrasaga og túlkun á einkennum er afar mikilvæg, þegar um er að ræða „retrospectiva“ rannsókn og gallar á slíkri rannsókn eru höfundum þessarar greinar vel ljósir.’1 3:1 Tíðni þögulla gallsteina Af ofangreindum ástæðum greinir menn á um tíðni þögulla gallsteina, einkum þeg- ar tekið er mið af raunverulegri tíðni gall- steina skv. krufningaskýrslum. Algengi gallsteina í Bandaríkjunum hefur verið tal- in um 11%, vaxandi með aldrinum.(! í tveimur krufningarannsóknum reyndist tíðni (incidence) þögulla gallsteina 38,8% og 61%. 19 28 Enn aðrar krufningarannsókn- ir hafa sýnt tíðni þögulla gallsteina allt að 77%.3 Þessa síðastnefndu háu tíðni má sumpart skýra með ónákvæmri vitneskju um einkenni sjúklinganna í lifanda lífi. í „kliniskum" rannsóknum hefur tíðni (incidence) þögulla gallsteina reynzt frá 6,5% upp í 64,2%, hin síðastnefnda frá karlmönnum einvörðungu.18 20 23 36 Við fundum 155 sjúklinga með þögla gallsteina af 965 sjúklingum eða um 16% skv. fyrr- greindri skilgreiningu um þögla steina. Augljóst er af ofanskráðu, að gallsteinar meðal fólks eru mjög algengir og þar af fylla þöglir gallsteinar drjúgan hóp. Hve margir fá einkenni Yfirlit yfir læknisfræðileg rit leiðir i Ijós, að um 50% af sjúklingum upphaflega með þögla gallsteina, fá einhver einkenni frá meltingarfærum, þar af um 20% dæmi- gerð einkenni (fl. I), og 30% óljós eða ó- dæmigerð einkenni (fl. II). í einni rann- sókn kom fram, að 12 af 77 karlmönnum með þögla gallsteina eða 15,4% fengu gallkveisu (colik) (fl. I).(! Önnur rannsókn á 781 sjúklingi með væg eða engin ein- kenni leiddi í ljós, að 35% þeirra fengu alvarlegri einkenni fá einu til 11 árum frá greiningu.35 Þessar síðastnefndu tölur eru þó ekki alveg sambærilegar, þar sem ekki var tekið tillit til einkenna þeirra, sem þessir sjúklingar höfðu í byrjun athugun- arinnar, þ.e. sumir þeirra höfðu bæði fl. II og III einkenni. í skandinavískri rannt- sókn, þar sem 34 sjúklingum með þögla gallsteina var fylgt eftir upp í 20 ár, fékk um þriðjungur þeirra gallsteiniaverki og fimmtungur (20%) fylgikvilla.2u í sömu rannsókn var ályktað, að lítill munur væri á sjúkdómsgangi sjúklinga með þögla gall- steina samanborið við sjúklinga með gall- steinaeinkenni.20 Höfundar frá Mayo Clinic greindu frá 112 sjúklingum með „þögla gallsteina11, sem voru uppgötvaðir við skurðaðgerð vegna annarra aðstæðna og fylgt eftir í 10—20 ár.!l 45,5%, sjúkling- anna fengu einhver einkenni, þar af 39 sjúklingar ódæmigerð einkenni (fl. II), 16 dæmigerð einkenni (fl. I) og 5 einkenni samfara gulu.° Okkar rannsóknir sýna, að um 40—45% sjúklinganna fá einhver ein- kenni, þar af um 15% dæmigerð (fl. I) og 25—30% óljós (fl. II), sem er ekki veru- lega frábrugðið niðurstöðum annarra. Dauðsföll og dánartala: Dauðsföll við valaðgerð á gallblöðru eru talin frá 0,5% upp í 3%. Hæst eða 3% verður dánartalan, þegar aðgerð er dregin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.