Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1977, Síða 21

Læknablaðið - 01.08.1977, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 135 Ólafur Grímssoni DELIRIUM TREMENS Á ISLANDI Delirium tremens er alvarlegasta bráða sjúkdómsmyndin sem kemur í kjölfar lang- varandi mikillar neyslu áfengis. Ýmsirc 12 hafa bent á tengsl heildarneyslu áfengra drykkja, sérstaklega brenndra drykkja og tíðni delirium tremens. Dauðsföll í beinu sambandi við delirium tremens voru alltíð og koma fyrir enn þann dag í dag. Sú staðreynd hefur m.a. ýtt undir frekari rannsóknir varðandi þetta efni. Dánartala drykkjusjúklinga er veru- lega aukin og sérstaklega þeirra, sem 'hafa fengið einhverja fylgikvilla drykkjusýki.1 4 5 15 Salum 14 vitnar til fleiri höfunda, þar sem dauðsföll í beinu sambandi við deliri- um tremens eru allt frá 5—15%. Lumd- quist10 gefur upp meðaltal 10%. Nielsen12 gefur upp dánartölur í Kaupmannahöfn á árunum 1954—1960 í beinu sambandi við delirium tremens frá 0 og upp í 11% á ári, að meðaltali 4%. Achté og samverkamenn hans1 fundu, að um fimmtungur þeirra, sem fengið hafa delirium tremens í Finn- landi, létust innan fimm ára. Lítið hefur verið ritað um delirium trem- ens á íslandi til þessa. Kjartans B. Kjart- ansson8 byrjaði á slíkri rannsókn og flutti um hana fyrirlestur í Læknafélagi Reykja- víkur, en lést áður en hann lauk henni. Hann athugaði sjúkraskrár allra drykkju- sjúklinga, sem höfðu verið innlagðir á Kleppsspítalann 1907 til 1964 og fjallaði aðallega um hlutfall milli heildarfjölda inn- lagðra drykkjusjúklinga og þeirra, er fengu delirium tremens á þessu tímabili. Tilgangur þeirrar rannsóknar, sem hér verður skýrt frá, er að rannsaka tíðni delirium tremens á Islandi og tengsl þess við heildaráfengisneyslu þjóðarinnar, sér- staklega á árabilinu 1960 til 1974. Á því tímabili eru gleggstar upplýsingar að hafa, 1. Kleppsspítalinn, Reykjavík. drykkjusögu sjúklinganna, tegundir drykkja og annað, er máli skiptir. Einnig er ætlunin að kanna lífslíkur og dánartölu þeirra, sem fengið hafa delirium tremens. AÐFERÐ. EFNIVIÐUR Farið hefur verið yfir sjúkraskrár allra áfengissjúklinga, sem hafa verið innlagðir á Kleppsspítalann allt frá árinu 1907 til 1974, vegna bráðrar geðveiki, sem talin hefur verið stafa af ofdrykkju. Á sama hátt hefur verið farið yfir sjúkraskrár allra þeirra sjúklinga, sem hafa verið innlagðir á aðrar sjúkrastofnan- ir í Reykjavík og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, og fengið greininguna delirium tremens á árabilinu 1960 til 1974. Leitað hefur verið upplýsinga frá öðrum helstu sjúkrastofnunum á landinu til að kanna hvort einstök tilfelli delirium tremens hafi verið meðhöndluð þar á þessu tímabili. Við úrvinnsluna hefur endanleg sjúk- dómsgreining verið gerð eftir sömu ein- kennum og Salum14 gerir grein fyrir í riti sínu. Delirium tremens sjúklingar eru að- eins taldir þeir, sem auk mismikilla byrj- unareinkenna, s.s. skjálfta og óróa samfara kvíða, hræðslu, svita, hröðum hjartslætti og jafnvel ofskynjunum verða, að minnsta kosti um stundarsakir, algjörlega ruglaðir og missa áttun á stað og stund. Frekari greining delirium tremens sjúklinga með hliðsjón af stigsmun geðveikieinkenna er ekki gerð í þessari athugun. Við greiningu á yfirvofandi óráði og hallucinosis alco- Iholica er einnig tekið mið af sömu ein- kennum og Salum14 gerði. Upplýsingar hafa verið fengnar frá Áfengisvarnarráði ríkisins2 um áfengis- neyslu íslendinga miðað við 100% vímanda á mann á ári. Úr hópi þeirra sjúklinga, sem hafa verið innlagðir á Kleppsspítalann vegna áfengis- sýki allt frá 1907 til 1974, hafa verið flokk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.