Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 30
142 LÆKNABLAÐIÐ sjúklingar innlagðir vegna drykkjusýki af 960 innlögnum alls, eða 41,6%. Hlutfallið milli sjúklinga, sem innlagðir voru vegna drykkjusýki og annarra geðsjúkdóma hef- ur þannig breyst verulega. Au'kninigin á delirium tremens hér á síð- ustu árum 'helst í hendur við verulega aukna áfengisneyslu almennt. Slík er og reynsla annarra sem kannað hafa tíðni delirium tremens og annarra alvarlegra geðsjúkdóma, sem fylgja í kjölfar drykkju- sýki,6 12 16 þó eru slík tengsl ekki greinileg alls staðar.1 Hiins vegar er liugsanlegt, að auknir möguleikar á síðustu árum til þess að veita áfengissjúklingum meðferð utan spítala eigi þátt í því, að frekar hefur dregið úr delirium tremens og fjölda nýrra innlagðra áfengissjúklinga síðustu 5 ár. Einnig er hugsanlegt að læiknar átti sig fyrr á byrj- unareinkennum og veiti þegar viðeigandi meðferð, svo að ekki komi til innlagningar. í hópi þeirra sjúklinga, sem hafa fengið delirium tremens incipiens eða delirium tremens eru margir, sem hafa komið oftar en einu sinni á spítalanni og þá með yfir- vofandi óráð. Þeir sjúklingar eru spítalan- um vel kunnir og með tilliti til sjúkrasögu hefur þá strax við komu verið hafin kröft- ug meðferð, sem fyrirbyggir í mörgum til- fellum alvarlegri sjúkdómsmynd. Samanburður á tíðni við önnur lönd er ýmsum vandkvæðum bundinn, eins og jafnan þegar bera skal saman tíðni ýmissa sjúkdóma, sem kannaðir hafa verið við mismunandi aðstæður. Munur getur verið á gagnasöfnun, eins og t.d. ihvort sjúkling- arnir eru lagðir á spítala, almennani spítala eða geðspítala, og munur getur verið á hvaða einkenni eru lögð til giundvallar við sjúkdómsgreininguna. Hér hefur verið reynt að nota sömu atriði til þess að rök- styðja sjúkdómsgreininguna, eins og t.d. hefur verið gert í athugunum í Danmörku12 og Svíþjóð.14 Hins vegar er munur á gagna- söfnuni hér og í báðum þessum rannsókn- um sá, að 'hér hefur verið safnað upplýs- ingum frá öllum sjúkrahúsum, en í gagna- söfnun við dönsku og sænsku rannsókn- irnar, svo og ýmsar fleiri1716 er eingöngu miðað við innlagnir á geðsjúkrahús. í Noregi hafa allir sjúklingar, sem komið hafa á geðsjúkrahús eða geðdeildir verið skráðir í sérstakri skráningarstöð frá 1916.16 Samkvæmt niðurstöðum rannsókna þaðan hefur tíðni delirium tremens farið vaxandi, svo að nú eru sjúkdómslíkur karla til að verða lagðir inn á geðdeild vegna psyc'hosis alcoholica, 0.43% fyrir þá sem lifa til áttræðisaldurs. Hér á íslandi hefur verið fundið, að sjúkdómslíkurnar fyrir psyohosis alcoholica eru 0.36% til sextugsaldurs.1 í Noregi voru á árunum 1961 til 1970 innlagðir 1000 sjúklingar í fyrsta sinn vegna delirium tremens,6 eða 100 til jafnaðar á ári. íbúafjöldi Noregs 1965 var 3.738.000.13 Þannig hafa verið 2.7 sjúklingar á móti 100.000 íbúum á ári á þessu árabili. Þessa tölu er eðlilegt að bera saman við sjúklingafjöldann, sem var lagð- ur inn á Kleppsspítalann á árunum 1981 til 1970, sem voru 68, en íbúafjöldi á íslandi 1965 var 193.758. Samkvæmt þessu fengu 3.5 af hverjum 100.000 íbúum hér á landi delirium tremens árlega. Þetta má einnig bera saman við það, sem var í Danmörku 1961,12 en þá voru innlögð 2 tilfelli af delirium tremens á geðdeildir fyrir hverja 100.000 íbúa. Við þennan samanburð er ekkert tillit tekið til mismunandi aldurs- dreifingar íbúanna í löndunum, en væri það gert mundi þar sennilega frekar halla á okkur. Samkvæmt rannsókn Herners7 í Svíþjóð má reikna, að á árunum 1960 til 1964 'hafi árlega 22 af 100.000 körlum 15 ára og eldri komið á geðdeildir og geðspítala vegna delirium tremens. Á þessum árum var ný- gengið hér á landi 8.1 miðað við 100.000 karla, 20 ára og eldri. Herner7 skýrir frá því, að fjöldi innlagna hafi ferfaldast frá 1954—1964. Samkvæmt rannsókn Achté og samverkamanna hans1 má áætla að ný- gengi delirium tremens í Finnlandi 1951 —1953 hafi verið nálægt 10 af 100.000, en verulega hærra í Helsinki. Finnland er eina landið á Norðurlöndum, þar sem delirium tremens tilfellum fer fækkandi þrátt fyrir vaxandi áfengisneyslu. Samt virðast vera þar fleiri slíik sjúkdómstilfelli en í Danmörku, Noregi og á íslandi. Með tilliti til tengslanna milli vaxandi áfengisneyslu og aukinnar tíðni delirium tremens vekur athygli, að nýgengið skuli vera svipað í síðastnefndu löndunum. Þrátt fyrir þá aukningu, sem orðið hefur, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.