Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1977, Side 36

Læknablaðið - 01.08.1977, Side 36
148 LÆKNABLAÐIÐ læknum áhyggjum og benda á eftirfarandi, máli sínu til stuðnings: a) Rannsóknir á blóðstreymi til heilans, hraði efnaskipta í heila ásamt „mynstri“ (patterns) kolvetnis- efnaskiptanna í og eftir enfluransvæfingu hafa ekki bent til súrefnisskorts í heila. b) Hátterni enfluran sjúklinga eftir svæf- ingu er í engu frábrugðið því sem gerist eftir svæfingar með öðrum innöndunar- lyfjum. c) Sjúklingar, sem fengið hafa krampa eru mjög fáir. d) EEG breytingar hverfa ef enfluran þéttni er minn'kuð. Með aukinni enflurangjöf aukast önd- unarletjandi áhrif lyfsins. Er þessu á sama hátt farið um öll önnur svæfingalyf, að eter undanskildum. Það er því nauðsynlegt að stjórna öndun sjúklinga, sem þurfa djúpa svæfingu til að halda PaCo2 innan eðli- legra marka, og eins þarf að ’hafa í huga að þeir, sem anda af sjálfsdáðum hafa minnk- að öndunarrúmmál og þurfa því aðstoðar við með jöfnu millibili. í rannsókn sinni komst Linde!1-’ að þeirri niðurstöðu að mín- úturúmmál væri ó'breytt að kalla, en mín athugun bendir til þess að það minnki um allt að 20—25%. Á ársfundi amerískra svæfingalækna í cktóber 1975, var birt niðurstaða rannsóknar, sem sýndi að en- fluran hefur meiri öndunarletjandi áhrif en önnur svæfingalyf.5 Kom þetta nokkuð á óvart og má vænta frekari rannsókna á næstunni. Blóðþrýstingur lækkaði um minna en 10 mm Hg (efri mörk) hjá 46% sjúklinganna, (samsvarandi tala Linde var 40%12). Blóð- þrýstingsfall var 30—35 mm Hg hjá 4 sjúkiingum, í öllum tilfellum 4—8 mín. eftir að enflurangjöf hófst. Hjá einum lækkuðu efri mörk blóðþrýstings skyndi- lega úr 105 mm Hg í 80 mm Hg 30 mín. eftir að svæfing ihófst, en aðgerð var þá ekki hafin. Blóðþrýstingur þeirra 5, sem aðeins fengu enfluran, N20/02 (þ.e. ekki thiopental) lækkaði óverulega, eða mest 20 mrn Hg. Púlshraði var mjög stöðugur í nær öllum tilvikum. Hjartsláttaróreglu fengu 2. Sá fyrri, 66 ára, fékk aukaslög (VES) í bigemini, við barkaþræðingu eftir tveggja mínútna enflurangjöf. Hann fékk því aðeins glaðloft og súrefni næstu 2 mín- útur, en þegar sarna hjartsláttaróregla hélst var enfluran gefið á ný. Einni mínútu síðar sýndi EKG sinusrythma. Sennilegast er að of létt svæfing eða súr- efnisskortur í sambandi við barkaþræðingu hafi átt hér alla sök. Sá seinni, 62 ára, fékk VES 4—5 á mín. einni og hálfri klst. eftir að svæfing hófst. Hélst þessi hjartsláttar- óregla í 4 mín., en hvarf síðan án þess að enfluran þéttni væri breytt. Á EKG frá deginum áður sást 1 VES. Hvort enfluran veldur síður hjartsláttartruflun en halotan er ekki vitað með vissu, þar eð rannsókn- araðferðir hafa tæpast verið sambærileg- ar.1+ Sjúklingi í halotansvæfingu, sem gef- ið er adrenalín í staðdeyfingu (t.d. í nef- slímhúð), er hinsvegar mun hættara við hjartsláttaróreglu, en þeim, sem svæfður er með enfluran.10 Katz11 gaf 100 halotan sjúklingum adrenalín undir húð og var niðurstaða hans sú, að komast mætti alveg hjá hjartsláttaróreglu, ef vissum skilyrðum væri fullnægt, þ.e. sjúklingur andaði nægi- lega vel, adrenalín upplausn 1:100.000— 1:200.000 væri notuð, fullorðnum væri ekki gefin stærri skammtur en 10 ml af 1: 100.000 upplausninni á 10 mínútumog ekki meira en 30 ml. á 'klst, eða 4,3 ng:/kg/klst. Sem kunnugt er eykur halotan blóð- streymi til heilans (cerebral vasodilator) og hækkar þrýsting í heila (sem þó má koma í veg fyrir með hyperventilation). Talið er að 1,2% halotangjöf auki blóð- streymi til heilans um 13 %.x Enfluran hef- ur ekki þessi áhrif. Sýnt hefur verið fram á að 0,85—3,2% enfluran valdi óverulegri breytingu á blóðsókn til heila.16 Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á heilbrigðu fólki, benda ekki til að lyfið hafi eitrunaráhrif á nýru.13 Ekki er vitað til að enfluran valdi lifrar- skemmd.8 Ball2 rannsakaði 100 sjúklinga sérstaklega m.t.t. breytinga á lifrarprófum fyrir og eftir (þ. e. á 3. og 5. degi) að- gerð. Skipti hann sjúklingum í 2 jafna hópa og var annar svæfðm' með N20, 02 og enfluran, en -hinn fékk N20, Oi2 og morfín Hvorki reyndist vera marktækur munur á lifrarprófum fyrir og eftir aðgerð né milli hópanna tveggja. Aftur á móti hækkar blóðsykur lítillega í enfluransvæfingu. Enfluran gefur betri vöðvaslöppun en halotan. Sumir hafa notað lyfið án vöðva- slappandi lyfja við ýmsar kviðartholsað- gerðir (cholecystectomi o.fl.).12 Slíkt krefst hárrar þéttni og er því bæði óráðlegt og á-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.