Læknablaðið - 01.08.1977, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ
159
Jón G. Hallgrímsson
IATRQGEN PNEUMOTHORAX
SKILGREININ G
Iatrogen pneumothorax er það kallað, ef
pneumothorax (loftbrjóst, líka fleiðruhols-
vindur1) myndast sem afleiðing læknisað-
gerðar. Iatro- er dregið af grísku iatros =
læ’knir og -gen af grísku genes= fæddur;
iatrogen það, sem verður af völdum læknis
(aðgerðar).
EFNISSÖFNUN
í sambandi við könnun á útbreiðslu
pneumothorax spontaneus hérlendis, var
jafnframt safnað saman tilfellum um iatro-
gen pneumothorax. Þessi könnun náði yfir
tímabilið 1950—1974. í leitirnar komu 16
tilfelli af iatrogen pneumothorax.
TÍÐNI
Eins og fram kemur í línuriti (fig. 1)
yfir tíðni iatrogen pneumothorax, skipt
niður í 5 ára tímabil, voru fyrstu tvö til-
fellin 1960—1964, nánar tiltekið 1962 og
1964, næstu tvö 1965—1969, eða 1967 og
1969, og síðan verður geysileg aukning með
12 tilfellum árin 1970—1974.
ORSAKIR FYRIR IATROGEN
PNEUMOTHORAX (Table I)
Þrjú tilfelli komu eftir innöndunarsvæf-
ingu (inhalation narcosis), í öllum tilfell-
um með barkaslöngu (intubation) og yfir-
þrýstingi (PPV), einu tilfelli Manley önd-
unarvél, í tveimur tilfellum með handbelg
(hand balloon). í einu tilfelli var svæft
með Perthane, í tveimur tilfellum með
Fluothane. í öllum tilfellunum var svæf-
ing sögð eðlileg og stóð frá 45 mín. til 2
klst.
Tilfelli þessi voru eins og hér greinir:
1. Tuttugu og þriggja ára kona, sem hafði
haft slæman asthma bronchialis í 4 ár
(14—17 ára). Gerður var á henni keis-
araskurður í svæfingu. Er hún vaknaði
Fig 1. Incidence of pneumothorax in
three periods.
TABLE I.
Causes of iatrogen pneumothorax
Cause No.
I. Positive pressure
ventilation (PPV) 6
Inhalation narcosis 3
Respirator treatment 3
II. Needle injections/aspiration
catheterization 8
Braohial plexus anaesthesia 2
Intercostal nerve block 2
Ganglion stellatum block 1
Fine needle lung biopsy 1
Thoracocentesis 1
Subclavian vein catheteri-
zation 1
III. Closed chest cardiac massage 2
Total 16