Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 65

Læknablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 165 Stefán Ólafsson WEGENER’S GRANULOMATOSIS1 INNGANGUR Þessi sjúkdómur, sem Wegener lýsti fyrstur manna 1939, er mjög sjaldgæfur. Verður hér sagt frá sjúklingi með þennan sjúkdóm, sem var í Landakotsspítala vor- ið 1976. Tíðni sjúkdómsins er talin vera (skv. sænskum upplýsingum) ca. 1 tilfelli á milljón íbúa á ári og ættum við því hér á landi að fá til meðferðar 1 sjúkling á hverjum 4—5 árum. Orsök sjúkdómsins er ókunn, en getum er að því leitt, að ó- þekktur vírus sé að verki. Varðandi skiptingu milli kynja er sennilega ekki mikill munur, en sumir telja þó hlutfallið milli karla og kvenna vera nærri 60 á móti 40. Bæði ungir og gamlir geta fengið þennan sjúkdóm, en flestir sjúklinganna munu vera á aldrin- um 35—55 ára. Hinar sjúklegu (histo- pathologisku) vefjabreytingar, sem fram koma við sjúkdóminn, eru „granuloma“- myndun og útbreiddar æðabólgur, sem geta komið fram í svo að segja hvaða líf- færi sem er. Þetta veldur síðan sáramynd- un og drepi (necrosis) í viðkomandi líf- færum. Fyrstu ein'kenni eru mjög oft bundin við efri og neðri öndunarvegi þ.e. nef, nefhol- ur, nefkok, barka og lungu. Því leita þessir sjúklingar gjarnan fyrst til háls- nef- og eyrnalækna. Aðalkvartanir eru vegna nefrennslis, mikillar nefstíflu og stundum nefblæðinga, ennfremur eru bólgur í miðeyra algengar (,,catarrhal“ og,,suppurative otitis media“). Einkenni frá nefholum eru eymsli og höfuðverkur, en lungnaeinkenni: mæði, hósti og oft blóðlitaður uppgangur. í byrjun sjúkdómsins eru öndunarfæra- einkennin venjulega mest áberandi, en þegar frá líður, geta komið einkenni frá 'hvaða líffæri sem er. 1. Frá Landakotsspítala. Talið er að 80% sjúklinga fái breytingar í nýru, sem oft leiða til dauða á fáum mán- uðum vegna nýrnabilunar. Wegener’s granulomatosis fylgir mikið slen, hitahækkun og fjölgun 'hvítra blóð- korna. SJÚKRASAGA Sjúklingur sá, sem hér verður lýst, er 57 ára gömul kona, sem hafði verið veik í mánaðar- tíma fyrir komu í spítalann. Aðalkvartanir hennar voru: slen, hitahækk- un, mikil nefstífla, nefrennsli og verkur í enni. Nefrennslið var stundum blóðlitað. Heyrn var töluvert skert vegna miðeyrabólgu beggja meg- in. Hún hafði fengið fúkalyf og ofnæmislyf á þessu tímabili, en án árangurs. Við komu í sjúkrahús var hún með 39° hita, veikluleg og föl. Nefstífla var það mikil, að hún fékk alls ekkert loft í gegnum nefið. Við skoðun kom í ljós, að nefgangar voru alveg fullir af hyldgunarvef, sem blæddi úr við minnstu snertingu. Sjúklingur hafði greinilega bólgu í hægri munnvatnskirtli. Röntgenmynd af nefholum sýndi alskyggða vinstri kjálka- holu. Var þvi strax við komu gerð ástunga. Ókleift reyndist að dæla vatni inn í holuna. Var eins crg hún væri full af þéttum vef. Nef- holumyndir viku seinna sýndu ennþá al- skyggða vinstri kjálkaholu og vökvaborð í þeirri hægri. Var þá gerð ástunga og skolun á hægri kjálkaholu og kom út þykkur gröft- ur. Ræktuðust klasasýklar, sem voru næmir fyrir flestum fúkalyfjum. Þrátt fyrir að greftri væri hleypt út úr hægri kjálkaholu og sjúklingi væri gefið fúkalyf, hélst hitinn um og yfir 39°. Konan var blóðlítil (10,5 Gm%) og sökk var 120 mm/klst. Sjúklingur hafði engin einkenni frá lungum við komu og var lungnamynd eðlileg. Tveim vikum eftir að hún kom í spitalann, fór að bera á mæði og hósta og komu þá í ljós við myndatöku útbreiddar þéttingar í hægra iunga, en minni vinstra megin. Þar sem sýnt þótti, að hér væri ekki um venjulega öndunarfærasýkingu að ræða, var ákveðið að taka vefjasýni úr nefslímhúð. Við smásjárskoðun á sýninu, komu í ljós miklar bólgubreytingar með drepi. Sérlitanir fyrir sýruföstum stöfum og sveppum voru neikvæð- ar. Talið var, að þessar breytingar gætu vel samrýmst Wegener’s granulomatosis. Þar sem almennt ástand sjúklingsins var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.