Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1977, Page 67

Læknablaðið - 01.08.1977, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 167 Ólafur Ólafsson, Eyjólfur Þ. Haraldsson, Jón G. Stefánsson, Tómas Á. Jónasson KENNSLA I HEIMILISLÆKNINGUM VIÐ LÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS1 * * * * INNGANGUR Á síðustu 100 árum hefur læknisfræðileg þekking farið ört vaxandi og jafnframt eru gerðar æ meiri kröfur til þeirra er stunda lækningar. Sérgreinum hefur f jölgað hröð- um skrefum svo og fjölda sér'hæfðra lækna en færri cg færri hafa haft vilja eða getu til að sinna almennum lækningum. Full- yrða má að grunnnám í læknásfræði sé ekki nægilegt til að gera menn fullfæra um að starfa við almennar lækningar frem- ur en við aðrar greinar. Sú hefur orðið raunin að heimilislækningar hafa nú unn- ið sér traustan sess sem sérgrsin og vax- andi skilningur er á því að kenna verður heimilislækningar sem sérstaka grein í læknadeild. Þessi mál verða hér á eftir rakin nánar og að lokum gerðar tillögur um fyrirkomulag kennslu í heimilislækn- ingum við læknadeild Háskóla íslands. HEIMILISLÆKNINGAK Á ÍSLANDI Árið 1862 fékk Jón landlæknir Hjaltalín leyfi til að halda uppi læknakennslu. Þeir er prófi luku hjá 'honum hlutu fullt og ó- takmarkað lækningaleyfi á Islandi, en nokkru seinna eða árið 1871 var starf á fæðingarstofnun gert að skyldu til þess að öðlast lækningaleyfi. Þegar Læknaskólinn var stofnaður árið 1876, var misserisfram- haldsnám á sjúkrahúsi krafist auk starfs á fæðingarstofnun áður en lækningaleyfi fengist. Sömu kröfum um framhaldsnám á fæðingarstofnun og á sjúkrahúsum var haldið eftir stofnun Háskóla íslands 19118 og enn þurfa kandidatar í læknisfræði að hafa unnið kandidatsstörf eða samsvarandi aðstoðarlæknisstörf á viðurkenndu deild- 1. Hluti af álitsgerð nefndar skipaðri af Menntamálaráðuneytinu til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag, kennslu í fé- lagslækningum, heimilislækningum og heil- brigðisfræði í læknadeild. arskiptu sjúkrahúsi í samtals 12 mánuði til þess að öðlast ótakmarkað lækninga- leyfi. Með reglugerð frá 22. júní 1976 er hins vegar ekki lengur nauðsynlegt að vinna á fæðinga- og kvensjúkdómadeild eftir kandidatspróf til að geta öðlast lækn- ingaleyfi. Áður var það á valdi hvers einstaklings að taka sér sérfræðiréttindi í hverri þeirri grein læknisfræðinnar er hann taldi sér æskilegt. Læknar bundust um það samtök- um á læknaþingi 1923 að hlíta í þessu efni úrskurði Læknafélags íslands. Árið 1932 var svo lögtekið að enginn læknir mætti kalla sig sérfræðing nema hann fullnægði settum skilyrðum og hefði fengið til þess leyfi ráðherra.8 Með reglugerð um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa frá 19. mars 1970 voru heimilislækningar viður- kenndar sem sérgrein og eru þær kröfur er gerðar eru til sérfræðinga í heimilis- lækningum fyllilega sambærilegar við þær kröfur er gerðar eru til sérfræðinga í öðr- um greinum. UNDIRBÚNINGUR KENNSLU í HEIMILISLÆKNINGUM VIÐ LÆKNADEILD Á síðustu áratugum hafa menn víða um lönd gert sér betur og betur grein fyrir margs konar vanda er stafar af vaxandi þröng sérhæfingar innan læknisfræðinnar. Virtist mörgum að nauðsynlegt væri að efla mjög heimilislækningar til að gera læknisþjónustuna aðgengilegri og hag- kvæmari. Á árunum 1960—1970 óx þessari skoðun mjög fiskur um hrygg víða um lönd og m.a. hérlendis og má telja ví(st að þessi stefna hafi orðið til þess að heimilislækn- ingar voru teknar upp sem sérgrein 1970 og haft áhrif á setningu laga um heilbrigð- isþjónustu 1973, þar sem gert er ráð fyrir heilsugæslustöðvum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.