Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 68

Læknablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 68
168 LÆKNABLAÐIÐ Á árinu 1965 var þeim tilmælum beint frá landlækni til Menntamálaráðuneytis, að læknadeild Háskóla Íslands beitti sér fyrir því, að 'hafin yrði feennsla í „almenn- um lækningum" innan deildarinnar, ef það gæti stuðlað að aukinni aðsókn í héraðs- og heimilislæknisstörf. Innan deildarinnar þótti þetta tímábært og athugunarverð tillaga, en jafnframt þótti ljóst að ekki yrði unnt að taka upp nýja kennslu innan deild- arinnar, að óbreyttum aðstæðum, þar eð slíkt myndi lengja læknanámið, sem flestir voru sammála um að þegar væri orðið of langt. Þótti því ljóst að gera þyrfti veru- legar breytingar á þáverandi kennslufyrir- komulagi. Hafist var handa um þetta af alvöru haustið 1965 og unnið að málinu næstu árin. í nefndaráliti, er lagt var fram 1967, var lagt til að stofnað skyldi prófess- orsembætti í almennum lækningum. Var lagt til að almennar lækningar yrðu kennd- ar í Reykjavík, en prófessorinn og aðstoð- arkennarar, skyldu annast almenn læknis- störf í Reykjavík, samihliða kennslu stúd- enta. Lækningastofurnar yrðu óháðar Landspítalanum á sama hátt og lækninga- stofur praktiserandi lækna. Einnig var gert ráð fyrir, að prófessor í greininni hefði for- göngu um að stúdentar störfuðu um tíma með héraðslæknum og gert ráð fyrir því að sá hluti kennslunnar færi fram að sumri til á fjórða eða fimmta ári læknanámsins.7 Lokatillögur um breytingar á reglugerð um læknakennslu við Háskóla íslands voru svo lagðar fram í maí 1969. í greinargerð með tillögunum segir m.a. svo: „Heimilislæknisfræði er eitt megin ný- mælið í þessari reglugerð og er ætlast til þess að stúdentum verði kennd þessi grein á síðasta námsári. Kennslan í þessari grein þarf að vera allviðamikil og verður mjög kostnaðarsöm í byrjun, þar eð byrja þarf á að afla húsnæðis fyrir heimilislækninga- stöð læknadeildarinnar. Hún þarf að vera búin þannig, að þar geti verið lækninga- stofur fyrir alla þrjá kennara greinarinnar, einn prófessor og tvo aðstoðarkennara hans, ásamt rannsóknarstofum og læ'kn- ingastofum fyrir stúdenta. Þó að kennsla í þessari grein komi ekki til framkvæmda fyrr en á þriðja ári hinnar nýju reglugerð- ar, þarf þegar að hefja undirbúning að kennslunni og stofna prófessorsembætti, sem auglýsa þarf með góðum fyrirvara, þannig að væntanlegur prófessor geti undirbúið sig sem best og skipulagt kennsl- una í samráði við kennslustjóra. Er kennsl- an hefst þarf að fá tvo aðstoðarkennara. Er þá gert ráð fyrir að læknadeildin taki að sér ákveðinn fjölda fólks til umönnunn- ar fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur og taki kennararnir og stúdentarnir að sér þjón- ustuna, svo að tryggt verði, að heimilis- læknaþjónustan verði sem best rækt. Ætl- ast verður til að lækningastöð þessi verði til fyrirmyndar og sinni rannsóknum og 'heimilislækningum, bæði fræðilegum og hagnýtum s.s. á rekstrarfyrirkomulagi og öðru þess háttar þannig að heimilislæknis- þjónustan megi vera sem best. Ætla verður að mestur hluti kennslunnar í þessari grein verði verklegur og í seminarformi, en ekki verði nema tiltölulega lítill hluti hennar í fyrirlestrarformi. í samræmi við þetta fyrirkomulag er gert ráð fyrir að verklegt próf verði haldið í lok 6. árs.“4 Ofangreindar tillögur til breytinga á reglugerð Háskóla íslands af læknadeild voru samþykktar að mestu eða öllu leyti en í 42. gr. f. 25. segir svo: „Heimilislæknisfræði. Kennslan er verk- leg á 6. námsári og fer fram á væntanlegri heimilislækningastöð læknadeildar Há- skóla íslands og hjá héraðslæknum eftir því sem um semst. Stúdent tekur þátt í öllum störfum stöðvarinnar og héraðslækn- isins. Kennslan miðar að því að veita stúd- endum innsýn í störf og aðstöðu heimilis- lækna. Verklegt próf (heimilislæknavitjun eða klíník) er haldið í lok 6. árs og reikn- ast einkunn til læknaprófs." Enn var þó ekki ákveðið hvernig haga skyldi kennslu í heimilislækningum og ár- ið 1973 skipaði læknadeild nefnd til að gera tillögur um fyrirkomulag, kennslu og nauðsynlega starfsaðstöðu kennara í heim- ilislækningum. Sendi nefndin frá sér grein- argerð 30.04 1973:i þar sem sagt er að kennsla í heimilislækningum við Háskóla Islands skuli miðast við að læknaefni kvnn- ist störfum heimilislækna eins og þau eru í lækningastöðvum (heilsugæslustöðvum) þar sem tveir eða fleiri læknar starfa og að stúdentar eigi að fá tækifæri til að taka virkan þátt í daglegum störfum að svo miklu leyti sem því verður við komið. Einn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.