Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1977, Side 16

Læknablaðið - 01.12.1977, Side 16
246 LÆKNABLAÐIÐ TAFLA I. Magn No. Aldur Kyn Lyf (mg.) Mg/Kg. Einkenni 1. 2 2/12 st. Nortriptylin ? Dá, krampar, ventriculer tachycardia. (slegils- hrina). 2. 4 4/12 st. Imipramin 500 25 Dá, krampar, A-V biokk. 3. 1 11/12 st. Imipramin 175 12 Hraður hjartsláttur. 4. 4 dr. Amitriptýlin ? Sljóleiki. 5. 4 5/12 dr. Amitriptýlin 400 23 Sljóleiki, roði. 6. 1 8/12 st. Imipramin ? Dá, krampar, hjarsláttar- óregla, lost, dauði. 7. 4 8/12 dr. Imipramin ? Engin. 8. 3 6/12 st. Imipramin ? Engin. 9. 211/12 dr. Nortriptylin ? Engin. 10. 2 8/12 st. Amitriptylin 350 25 Engin. 11. 2 8/12 st. Amitriptylin 350 25 Sljóleiki, við sjáöldur, roði. 12. 1 5/12 st. Imipramin 300 25 Sljóleiki, hraður hjart- sláttur. 13. 1 8/12 dr. Imipramin ? Engin. 14. 2 st. Amitriptylin 75 6 Roði. 15. 210/12 dr. Nortriptylin ? Hraður hjartsláttur. 16. 5 9/12 st. Imipramin 100 5 Sljóleiki, uppköst. 17. 5 4/12 dr. Amitriptylin 250 13 Hálfdá, hraður hjart- sláttur, víð sjáöldur, ataxia. 18. 3 10/12 st. Imipramin 60 4 Sljóleiki, hraður hjart- sláttur, hjartsláttar- óregla, víð sjáöldur. Sjúklingur svaf síðan næstu 9 klukkustund- irnar, en vaknaði þá og virtist alveg eðlilegur. Ferill var siðan viðburðarsnauður og drengur- inn útskrifaðist heirn til sín í ágætu ástandi á 3ja degi. UMRÆÐA Allmörg trícyclísk geðdeyfðarlyf eru fá- anleg hérlendis. Þau helztu eru imípramín (deprinol, imiprex, tofranil), antitriptýlín (laroxyl, sarotin, tryptizol) og nortriptýlín (sensival). Lyf þessi eru einkum notuð sem geðlyf, en eru einnig í nokkrum mæli gefin börnum við undirmigu. Lyfin frásog- ast fljótt og bindast von bráðar eggjahvítu- efnum, einkum í hjarta og heila. Búast má við alvarlegum eitrunareinkennum, ef lyfjaskammturinn, sem barnið hefur tekið inn er stærri en 20 mg./kg.17 Vitað er um barn, sem dó eftir að hafa tekið inn 32 mg./kg. Rétt er að benda á, eins og raunar kem- ur berlega í ljós í töflu I., að oft er mjög erfitt og stundum ógjörlegt, að fá fram upplýsingar um, hversu mikið lyfjamagn barnið tók inn. í þeim sjúklingahópi, sem hér er til umræðu, fengust engar áreiðan- legar upplýsingar um magn í 8 tilfellum eða 44% af heildinni. Oftast var komið að barninu, þar sem það var með lyfjaglas í höndum og enginn gat sagt, hversu margar töflur vantaði í glasið. Ekki er ólíklegt að í þessum hópi séu börn, sem ekki náðu að gleypa neinar töflur, en einnig er þar að finna eina barnið, sem dó af völdum þess- arar eitrunar. Einkenni eitrunar með trícyclískum geð- deyfðarlyfjum eru margvisleg. Börn, sem tekið hafa inn litia skammta af þessum lyfjum eru gjarnan óróleg, slagandi, með skerta meðvitund, hraðan hjartslátt, víð

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.