Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1977, Side 23

Læknablaðið - 01.12.1977, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 249 Páll Ásmundsson, Landspitalinn, lyflæknisdeild Alfreð Árnason, Blóðbankinn v. Barónsstíg, Reykjavík VEFJAFLOKKUN Á ISLANDI FYRIR NÝRAIGRÆÐSLU INNGANGUR Líffaeraflutningur milli einstaklinga strandar oftast á mótefnamyndun líffæra- þegans, en hún leiðir til höfnunar hins framandi vefs. A einu litningapari hvers dýrs er stað- sett kerfi mótefnavaka (íhistocompatibility antigens), sem virðist hafa megináhrif á mótefnasvörun við liffæraflutning. í mann- skepnunni er kerfi þetta nefnt HLA. Því má skipta i fjóra hluta (sjá mynd 1): a) Gen, sem stjórna mótefnavökum (allo- antigens), sem fyrirfinnast í öllum kjarnafrumum. Ósamræmi í þessum mótefnavökum við vefjaflutning veld- ur síðan mótefnamyndun og höfnun (rejection) hins framandi vefs. í manni eru þekkt 3 set, HLA-A-B og -C á hverj- um litningi nr. 6, sem hvert um sig ber einn mótefnavaka. Náttúran 'hefur jhag- að því svo, að úr allmörgum mótefna- vökum er að velja fyrir hvert set. Sam- setningarmynstur þessara mótefnavaka á báðum litningum verða því fjölmörg. b) Gen, sem stjórná mótefnavökum sem hafa takmarkaðri dreifingu í vefjum og finnast t.d. á B-lymfocytum, vissum T- iL G 2, G 4 A C B 0 la? lymfocytum og makrofögum. HLA-D setið í mönnum er tengt slikum mót- efnavökum, en þeir valda einkum fjölg- un þeirri (stimulation) á T-frumum, sem við ósamræmi sést í „mixed lymphocyte culture“ (MLC) in vitro. c) Gen, sem <hafa megináhrif á sérhæfni mótefnasvaranna, svokölluð Ir-gen. d) Gen, sem sjá um myndun vissra þátta komplements. Þannig virðist myndun C^, C^ og properdinþáttur B vera ná- tengd HLA-kerfinu. HLA OG NÝRNAÍGRÆÐSLUR Sýnt hefur verið fram á, að ígræddum nýrum farnast mun betur ef um samræmi í öllum fjórum mótefnavökum HLA-A og B Mynd 1. — MHC-hluti litnings nr. G. M.H.C.: Major Histocompatibility Complex Bf: Properdin B Cl>: Complement þáttur 2 Ci: Complement þáttur 4 Rg: Rodgers Ch: Chido Ia: Immune associated locus A, B, C, D,: HLA set. —-------------C-- GLO 1 PGM 3 A. J H L A Mynd 1

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.