Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Síða 31

Læknablaðið - 01.12.1977, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 253 Gunnar H. Gunnlaugsson BRJÓSTHOLS- OG ÆÐASKURÐLÆKNINGAR 130 uppskurðir INNGANGUR Á um það bil 5 ára skeiði (1971—1975) hefur höfundur framkvæmt 130 uppskurði, sem flokkast undir brjósth&Is- og æða- skurðlækningar (thoracic and cardiovas- cular surgery). Þeim má skipta í þrennt, þ.e. almer.ina brjóstholsuppskurði (thora- cic), æðauppskurði inni í brjóstholi (thoracic and vascular) og að lokum æða- uppskurði (vascular). í fyrsta flokknum eru 43, í öðrum flokknum 5 og í þeim þriðja 82 uppskurðir. Hér verður gerð grein fyrir öllum þess- um sjúklingum með tilliti til sjúkdóma, skurðaðgerða, dánartölu (surgical morta- lity) og áfalla eftir uppskurð (postopera- tive complications). Hins vegar er ekki unnt að fjalla um langtímaárangur nema í nokkrum tilfellum, þar sem efniviðurinn er of margvíslegur (heterogenous) til þess og oft of skammur tími liðinn frá aðgerð. Nokkrum áhugaverðum sjúkrasögum eru gerð sérstök skil. Allir þessir uppskurðir nema einn fóru fram á Borgarspítalanum. 1. ALMENNIR BRJÓSTHOLSUPP- SKURÐIR Af 43 almennum brjóstholsuppskurðum voru 19 uppskurðir á lungum og barka, 21 á vélinda og 3 á líffærum í miðmæti (mediastinum). Lungu og barki Gerð er grein fyrir uppskurðum á lungum og barka í töflu 1. Fjórtán sjúklingar voru skornir upp vegna krabbameins í lunga eða gruns um slíkt. Hjá 7 sjúklingum á aldrinum 51 til 67 ára var lunga eða lungnablað (lobus) tekið vegna krabbameins. Einn sjúklinganna hafði flöguþekjumein (squamous cell), 2 kirtil- mein (adenoca), 2 stórfrumumein (large cell), 1 smáfrumumein (small cell) og 1 óflokkað ill- kynja mein (anaplastic). Af þessum 7 sjúklingum eru 4 á lífi 5 árum, 4 árum, 1 ári og nokkrum mánuðum eftir upp- skurð. Af hinum 3, sem dánir eru, höfðu 2 meinvarp í heila er þeir komu á spitalann, og hafði það verið fjarlægt hjá báðum áður en til lungnauppskurðarins kom. Báðir sjúklingarnir fengu dágóða bót (palliation) og annar þeirra lifði í 14 mánuði. Þriðji sjúklingurinn dó 7 mánuðum eftir uppskurð, enda hafði ekki tek- ist að komast fyrir meinið hjá honum (pallia- tive lobectomy). Fjórir sjúklingar á aldrinum 25 til 67 ára með blett i lunga (coin lesion) reyndust hafa gíðkynja hnút. Lungnablað var tekið hjá ein- um þeirra (lobectomy), en hjá hinum var hnút- urinn fjarlægður með minni háttar aðgerð. Við vefjarannsókn fannst að 2 höfðu berkla (tuber- culoma), 1 hafði gigtarhnút (rheumatoid nodule) og 1 sveppahnút (histoplasmoma), en sá sjúklingur var bandarikjamaður. Á 3 sjúklingum á aldrinum 46 til 66 ára var gerð könnunaraðgerð eingöngu (explorative thoracotomy). Hjá einum fannst ekkert sjúk- legt, 1 hafði smáfrumukrabbamein í lunga, sem var ekki skurðtækt, og sá Þriðji hafði illkynja æxli við lungnarót og i aftanverðu miðmæti (mediastinum), sem talið var vera meinvarp. Þrir piltar á aldrinum 16 til 25 ára voru skornir upp vegna sjálfgers (spontaneous) loftbrjósts. Einn þeirra hafði áður fengið loft- brjóst hinum megin. Hjá þeim öllum fundust blöðrur í lungnatoppinum (subpleural blebs), sem var bundið undir eða saumað yfir. Fleiðr- rn var siðan ert með þurri grisju eins og Clagett- hefur lýst, kerar lagðir inn og settir á sog uns hægl var að fjarlægja þá að nokkr- um dögum liðnum. Á 2 til 4% ári, sem liðin eru frá þessum uppskurðum, hefur cnginn sjúklinganna fengið loftbrjóst aftur þeim megin, sem hann var skorinn. Tæpum 2 árum eftir aðgerð fékk 1 þeirra sjálfgert loftbrjóst hinum megin, sem lagaðist án uppskurðar. Fjórði sjúklingurinn með loftbrjóst var 5 ára drengur, sem hafði dottið á rúðu og hlotið 15 sm. skurð milli rifja inn i brjósthol og einnig 10 sm. skurð í gegnum þind. Þessir skurðir voru saumaðir saman. Einn uppskurður var gerður á barka. Sextár. ára piltur vann við uppskipun á fiski : Þor- lákshöfn er löndunarkassi skall efst á framan- verðan brjóstkassann. Honum var ekið til Reykjavíkur, en blásið í hann lofti á leiðinni. Við komu á sjúkráhúsið var hann svarblár og i dái (coma). Öndunarröri (endotracheal tube) var komið fyrir, en fljótt var ljóst, að gat hlaut að vera á barkanum og blés sjúklingur- inn mjög upp (subcutaneous emphysema).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.