Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 70
280
LÆKNABLAÐIÐ
mikla andnauð eða enga öndun. Sum höfðu
verið meðhöndluð í súrefni í (hitakassa.
Þau börn sem höfðu IRDS-sjúkdóm voru
greind eftir einkennum: óeðlilegum inn-
drætti á brjóstveggjum, öndunarhraða
meiri en 60 á mínútu, bláma, nema barnið
fengi súrefni og stunum við útöndun, svo
og dæmigerðum, smákornóttum breyting-
um á lungum á röntgenmynd.
Öndunarvél sú, sem notuð var er sýnd
á mynd 1.
Öndunarvél þessi er rafeindastýrð og má
nota á fullorðna sem börn, bæði í svæfingu
og á gjörgæzludeild. Rúmmáli, þrýstingi
og tíðni er stýrt óháð hverju öðru. Unnt er
að stilla á mínúturúmmál V2—30 lítra á
mínútu, þrýsting 0—100 cm H20, og tíðni
6—60 andartök á mínútu. Hægt er að
koma fyrir rakaútbúnaði og útbúnaði, sem
blandar loft við súrefni eða aðrar loftteg-
undir. Einnig má koma fyrir samfelldum,
jákvæðum þrýstingi til 20 cm H20. Hægt
er að stilla öndunarvélina þannig, að hún
gefi frá sér hljóð- og ljósmerki, ef hin ein-
stöku gildi fara út fyrir það, sem ákveðið
var. Áður en barkaslawga var lögð, var
andað fyrir sjúklinginn með hreinu súr-
efni í 1—2 mínútur. Barkaslöngur voru
af mjúkri Portexgerð 2%—4 mm. í þver-
mál. Barkaslanga var lögð í gegnum nef
eða munn. Leitast var við að festa ihana
rækilega og legan staðfest með röntgen-
mynd. Öndunarvél var stillt eftir sýru-
basajafnvægi og súrefnisþrýstingi blóð-
sýna, sem tekin voru úr naflastrengsslag-
æð eða háræðum. Raki var í öndunarkerf-
inu, og leitast var við að halda loftvegum
og barkaslöngu hreinum með saltvatni og
sogi.
Súrefnishlutfalli innöndunarlofts (F-| 02 )
var haldið eins lágu og kostur var. Leitast
var við að halda p02 í slagæðablóði 50—80
mm Hg. Ef um hækkað sýrustig af völdum
efnaskipta (metaboliska acidosis) var að
ræða, fengu börnin natrium bikarbonat
eða THAM eftir þörfum. Barnið var vanið
úr öndunarvél smám saman og farið eftir
súrefniSþrýstingi og sýrubasa — jafnvægi
blóðs. Áður en barkaslanga var dregin
hafði barnið andað sjálfkrafa í nokkra
klukkutíma.
Börnin lágu í hitakassa. Slöngur fra
öndunarvél lágu inn í kassann um til þess
gerð göt. Umhverfishiti var 32°—34° á
Celcius. Leitast var við að hreyfa barnið
sem minnst og vegna smithættu ganga eins
hreinlega um og kostur var. Börnin voru
nærð gegnum naflastrengsæð eða útlima-
bláæð og fengu lausnir af sykri, fitu, eggja-
hvítuefnum og söltum.
NIÐURSTÖÐUR
Eins og áður getur, fékk 21 barn með-
ferð í öndunarvél. Þyngd minnsta barnsins
var 890 g. Meðalþyngd barnanna var 2226
g. Meðaltimi í öndunarvél var 185,6 klst.
Af börnunum sem eingöngu höfðu IRDS-
sjúkdóm lifðu 6 eða 66,6%. Af hinum
börnunum 12, sem höfðu alvarlega með-
fædda galla eða aðra alvarlega sjúkdóma
lifðu aðeins 3. Af þeim 6 börnum, sem
höfðu eingöngu IRDS-sjúkdóm, hefur eitt
eftirstöðvar eftir sjúkdóminn, tvenndar-
lömun (diplegia) og slettigang (ataxia),
en er talið andlega heilbrigt. Af þeim
þremur IRDS-börnum, sem dóu, lifði eitt
í 5 mánuði. Barnið hafði verið talið eðli-
lega þroskað er það dó úr lungnabólgu og
hjartabilun.
Auk þeirra IRDS-barna, sem hér er get-
ið, fæddust á sjúkrahúsinu börn, sem voru
meðhöndluð í hitakassa, en þörfnuðust
ekki meðferðar í öndunarvél. Þegar barn
var lagt í öndunarvél var um að ræða upp-
hafna eða ófullnægjandi öndun með Pa02
< 40 mmHg þrátt fyrir að barnið fengi >
95% 02. Haldið var áfram að fylgjast með
sýrubasajafnvægi, P02 og súrefnishlutfalli
í innöndunarlofti. Myndir II og III sýna
innbyrðis afstöðu þessara gilda, ásamt
PEEP í tveimur tilfellanna.
NOKKKVR SJÚKRATILFELLI
Nr. 3: Stúlkubarn, fæðingariþyngd 2390 g.
Móðir 25 ára, hafði áður fætt eitt heilbrigt
lifandi barn og misst fóstur einu sinni. Móðir-
in hafði verið hraust á meðgöngutima. Blóð-
flokkur ORh + . Eðlileg fæðing í 35. viku.
Apgartala eftir 1 mínútu var 10, en eftir 5
mínútur fór barnið að verða bláleitt, þrátt
fyrir súrefni og hætti alveg að anda. Hjart-
sláttartíðni var þá 80—90 á mínútu. Lögð var
niður barkaslanga með hraði. Sogið var upp
úr barka og berkjum og virtist barninu hafa
svelgst á.
Einnig var settur inn æðaleggur í naflaæð
og fékk barnið 5 mEq af natrium bikarbónati
í hann. Sýrubasajafnvægi sýndi pH 7.17 og
PCO■> 54 mmHg og staðlað bikarbonat 16 mEq/