Læknablaðið - 01.07.1978, Page 16
116
LÆKNABLAÐIÐ
Tilgangur þessarar greinar er því einnig sá
að skýra læknum frá framkvæmd berkla-
meðferðar, þannig að þeir verði betur und-
ir það búnir að taka að sér meðferð sjúk-
dómsins.
EFNIVIÐUR
Sjúklingafjöldi
Skýrt er frá afdrifum allra þeirra sjúk-
linga, sem legið hafa á Vífilsstaðaspítala
árin 1972—1976 með virka berklaveiki,
alls 105. Með virkri berklaveiki er átt við,
að annað hvort hafi ræktast frá þessum
sjúklingum berklasýklar, mycobacterium
tuberculosis typus humanus, eða sjúkdóm-
urinn verið greindur með röntgenrannsókn
og/eða vefjarannsóknum. Ekki eru taldir
með þeir sjúklingar, er hlutu lyfjameðferð
vegna gruns um berkla, ef meðferð var
hætt er neikvæðar ræktanir bárust eftir
6—8 vikur. Ekki heldur þeir sjúklingar, er
fengu INH í varnarskyni. (chemoprophyl-
axis).
Tafla 1. Sjúklingafjöldi eftir aldri og kyni
___________0-19_ 20-39 40-59 60-79 80+ Alls
Karlar 5 24 17 19 1 66
Konur 3 12 11 12 1 39
Alls 8 36 28 31 2 105
Tafla 1 sýnir, að berklaveiki er ekki
lengur sjúkdómur unga fólksins, þar eð
58% sjúklinganna eru 40 ára og eldri. Þetta
er sama þröun og hjá nágrannaþjóðum okk-
ar, og hér eins og þar, er berklaveiki al-
gengari hjá körlum en konum.
Á töflu 2 sést fjöldi sjúklinga með
lungnaberkla. Sneiðmyndir voru teknar af
öllum þeim sjúklingum, ef berklahola
(caverna) sást ekki á venjulegri lungna-
mynd. Svo sem vænta mátti ræktuðust
berklasýklar frá öllum sjúklingum með
berklaholu, reyndar fundust sýklar hjá öll-
um þessum sjúklingum við smásjárskoðun.
Ekki tókst að rækta berklasýkla frá 5
sjúklingum. Einn þeirra hafði appendicitis
tuberculosa og sáust sýrufastir stafir við
vefjarannsókn. Hann hafði einnig miklar
berklabreytingar í lungum. Hjá tveim
sjúklingum fundust breytingar sem líktust
berklum og báðir höfðu nýlega orðið já-
kvæðir við berklapróf. Einn sjúklingur
hafði berkla í æsku og röntgenmyndir
sýndu vaxandi íferð ofantil í báðum lung-
um. Hjá öllum þessum sjúklingum hurfu
breytingarnar eða minnkuðu við lyfjameð-
ferð. Einn sjúklingur hafði áður haft berkla
og var nú með fistula bronchopleuralis og
var gerð thoracoplastic með góðum árangri,
en berklasýklar ræktuðust aldrei frá þess-
um sjúklingi. Með „conversion" er átt við
hvenær neikvæðar ræktanir bárust frá
hráka. Svo sem vænta mátti tók það lengri
tíma hjá þeim, sem höfðu berklaholur.
Canetti7 hefur sýnt fram á, að f jöldi berkla-
sýkla er mjög mismunandi eftir útbreiðslu
veikinnar, allt frá 100—100.000 sýklar geta
verið til staðar við minni háttar breytingar,
en í berklaholum getur verið um að ræða
allt að 100.000.000 (107) sýkla. Hjá 7 sjúk-
lingum var ekki vitað, hvenær þeir urðu
neikvæðir í ræktunum, þar eð þeir höfðu
engan uppgang eftir útskrift af sjúkrahúsi
og ekki var hirt um að gera magaskol á
göngudeildinni.
Á töflu 3 sést, að sjúkdómsgreiningin var
staðfest með ræktunum hjá 20 af 41 sjúk-
lingi. Hjá öllum sjúklingum með pleuritis
tuberculosa var tekið vefjasýni frá brjóst-
himnu, annað hvort með nál eða við brjóst-
holsspeglun. Vefjasýnin frá öllum þessum
sjúklingum sýndu granuloma, stundum
með ystingi. Sýrufastir stafir sáust í einu
sýni. Berklapróf hjá öllum þessum sjúk-
lingum var mjög jákvætt (> 20x20 mm).
Berklar í þvag- og kynfærum voru stað-
festir með ræktunum hjá öllum sjúklingum
nema einum, sem reyndist við aðgerð hafa
salpingitis tuberculosa, en sýni var ekki
Tafla 2. Lungnaberklar
„Conversion" í vikum
Fjöldi Ræktun + Ræktun+- < 6v.
Cavernosa 42 42 0 18
Non cavernosa 26 21 5 16
AIls 68 63 5 34
6-12 v.
> 12 v. ekki vitað
2
17
4
21
2
5
1
6