Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 24
120 LÆKNABLAÐIÐ því, að lyfjameðferð sé breytt að nauð- synjalausu. Hins vegar verði að nota þau, ef lyfjameðferð mistekst til þess að hægt sé að halda viðeigandi meðferð áfram. Varðandi lengd dvalar á sjúkrahúsi, þá hafa þeir Eddison og Farmer13 sýnt fram á, að stutt sjúkrahúsvist veldur ekki aukinni smithættu frá sjúklingum að lokinni út- skrift. Bates og Stead0 hafa einnig sannað, að þessir sjúklingar hætta fljótlega að smita eftir að lyfjagjöf er hafin og Reich- man og MacDonald33 telja að venjulega stafi engin smithætta frá sjúklingum eftir 2ja vikna meðferð. Bandarísk heilbrigðis- yfirvöld eru á sömu skoðun. (Tuberculosis Programs 1972).38 WHO expert committee on Tuberculosis40 vekur athygli á úreltri, langvarandi berklahælismeðferð hjá sum- um þróuðum þjóðum og ráðleggur heil- brigðisyfirvöldum þessara landa að athuga, hvernig á því standi að enn sé haldið í gamaldags hælismeðferð þrátt fyrir „dramatískar“ framfarir í lyfjameðferð undanfarin 20 ár. Nefndin leggur áherslu á, að það sé á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda að finna hæfileg störf fyrir berklalækna. Gunnels et al2122 báru saman tvo hópa sjúklinga, sem útskrifaðir voru eftir mán- aðar meðferð á sjúkrahúsi. Þau fundu eng- an mun á smithættu frá þeim, sem voru með jákvæðar ræktanir, höfðu sýrufasta stafi í hráka eða voru með neikvæðar rækt- anir. Ég tel þó rétt að leggja inn þá sjúk- linga, sem hafa sýrufasta stafi í hráka og að sjálfsögðu þá sjúklinga, sem sjúkdómur- inn hefur valdið verulegum veikindum. Flesta sjúklinga er hægt að útskrifa innan mánaðar. Fullyrða má, að hægt sé að lækna alla berklaveiki, ef eftirfarandi skil- yrði eru uppfyllt: 1. Sjúklingurinn þarf að þola lyfin og taka þau samkvæmt fyrirmælum læknis. 2. Læknir þarf að skammta lyfin rétt. 3. Berklasýklar þurfa að vera næmir fyrir þeim lyfjum, sem gefin eru. 4. Sjúklingur má ekki vera dauðvona þeg- ar meðferð er hafin. Ef þessum skilyrðum er fullnægt taldi Grzybowski,20 að meðferð mistækist hjá 0,8% og Stead og Jurgen37 fengu sömu tölu. Algengustu ástæður fyrir misheppn- aðri meðferð eru ónóg lyfjagjöf af hendi læknis eða skortur á samvinnu sjúklings. Hann tekur ekki lyfin og oft er um að ræða alcoholismus chronicus. Þá getur misheppn- uð meðferð stafað af ónæmi berklasýkla eða aukaverkunum lyfja. Lyfjameðferð misheppnaðist hjá Edsal og Collins14 í 3,4% tilfella, hjá Stead og Jurgens37 í 7% og hjá Bailey4 í New Orleans í 3,9%, en sjúkling- ar þessara þriggja höfunda voru allir með lungnaberkla. Þessi sjúklingahópur er ekki sambærilegur við sjúklingahópa þessara höfunda. Sjúklingafjöldi er miklu minni, auk þess sem hér eru margir með berkla í öðrum líffærum en lungum og oft er erfitt að dæma um árangur meðferðar af þeim sökum. Þó má fullyrða, að aðeins einn sjúklingur hafi fengið ónóga meðferð frá byrjun. Hann lá á öðru sjúkrahúsi og fékk í 8 mánuði aðeins 300 mg af EMB, auk 300 mg af INH. Þessi sjúklingur hafði spondylitis tuberculosa. Þess var vandlega gætt, ef grunur var um ónæmi berklasýkla fyrir SM og INH vegna fyrri lyfjagjafa, að gefa a.m.k. 2 lyf, sem sjúklingur hafði ör- ugglega ekki fengið áður og var þeirri lyfjagjöf haldið áfram þar til næmispróf hafði borist. Þess var og gætt að hafa með- ferð ekki fastskorðaða heldur reynt að haga henni eftir ástandi sjúklings. Til dæmis var þeim sjúklingum, sem ósam- vinnuþýðir reyndust oft haldið lengur á sjúkrahúsinu, nokkrir sendir til framhalds- meðferðar að Reykjalundi og stundum var bætt við RMP. Oftast var þarna um að ræða einhvers konar félagsleg vandamál og/eða alcoholismus chronicus. Ég tel mig hafa ástæðu til að ætla, að allir sjúklingar hafi í raun og veru tekið lyfin og það sé aðal skýringin á þessum góða árangri. Að mínu mati þá eru sjúklingar hér samvinnu- þýðir og taka lyfin af meiri samviskusemi en annars staðar tíðkast. Nokkru kann hér um að ráða landlægur ótti við berklaveiki og kann að vera, að sá ótti hafi stundum verið notaður til þess að sannfæra sjúklinga um nauðsyn lyfjatöku. Það kom oft fyrir, að sjúklingar höfðu e.t.v. lítinn áhuga fyrir eigin velferð, en þeir vildu fyrir alla muni ekki smita nokkurn annan einstakling. Sjúklingar voru fáir og læknar, er stund- uðu þá, voru einnig fáir, þannig að reynt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.