Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1978, Page 27

Læknablaðið - 01.07.1978, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 123 36. Shaw, J.B., and Wynn-Williams, N.: Infecti- vity of pulmonary tuberculosis in relation to sputum status. Amer. Rev. Resp. Dis., 1954, 69, 724. 37. Stead, W.W., and Jurgens, G.H.: Producti- vity of prolonged follow-up after chemo- therapy for tuberculosis. Amer. Rev. Resp. Disl, 1973, 108, 314. 38. Tuberculosis Programs 1972, U.S. Depart- ment of Health, Education and Wellfare, Public Health Service, DHEW Publication Nr (CDC) 74-8189, November 1973, P. 1. 39. Westly, T.D., and Baugh, D.O.: Twice week- ly chemotherapy for tutDerculosis, J.A.M.A., 1973, 224, 247. 40. WHO expert committee on tuberculosis, ninth report, World Health Organization Geneva 1974. 41. Wiant, J.R.: Reliability of outpatients tak- ing ethambutol for tuberculosis. Amer. Rev. Resp. Dis., 1973, 108, 1235. Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur 1978 Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur var haldinn i Domus Medica miðvikudaginn 8. mars 1978. Fundarefni voru venjuleg aðalfundar- störf, stjórnarkosning og afgreiðsla tillagna til breytinga á lögum félagsins. Formaður setti fundinn, skipaði fundar- stjóra Guðmund Oddsson, en flutti að því loknu skýrslu stjórnar. Tveir félagsmenn létust á árinu: Árni Vil- hjálmsson, fyrrverandi héraðslæknir, sem lést 9. apríl 1977, og Kjartan R. Guðmundsson, fyrr- verandi yfirlæknir, sem lést 5. október 1977. Fullt árgjald greiddu á árinu 307 félagar, hálft árgiald greiddu 48, en gjaldfríir voru 26 félagar yfir 70 ára. Félagatalan er því alls 378. Á vegum félagsins voru haldnir 7 almennir fræðslufundir, einn umræðufundur um tilvís- anaskyldu auk mánaðarlegra fræðslufunda fyr- ir heimilislækna að vetrinum. Aðalstjórn hélt 40 fundi, aðalstjórn og meðstjórn 10 fundi og 14 fundir sameiginlegir með stjórn L.R. og L.I. Af Læknablaðinu komu út sex tölublöð. Skipti urðu á miðju ári á ritstjóra fræðilegs efnis; Páll Ásmundsson lét af störfum sam- kvæmt eigin ósk, en við tók Bjarni Þjóðleifs- son. Eitt fylgirit kom út með Læknablaðinu, Um siðamál lækna, sem gefið var út í sam- bnndi við Læknaþing. Samningar sérfræðinga við S.R. og T.R. stóðu yfir allt árið, og náðist ekki samkomu- iag fyrr en um miðjan janúar 1978, en þá höfðu samningar verið lausir frá 1. júlí 1976 cð'’ 18 1/2 mánuð. Samnmgar heimilis'ækna runnu einnig út 1. júlí 1976. Siðla árs 1977 voru undirritaðir samningar milli S.R. og L.R. fyrir heimilislækna i Reykjavík, og fylgdu þar með að venju Kópa- vomir og Seltiarnarnes. Við umræðu um þenn- an 'íð skvrslunnar kom hinsvegar í liós. að ekki höfðu enn verið undirritaðir samningar fyrir Hafnarfjörð eða Keflavík, enda þótt iæknar á þessum stöðum séu meðlimir í L.R. Kom fram sá vilji félagsmanna, bæði sérfræðinga og heim- ilisiækna, að leitað yrði einhverra ráða til að knýja viðræðuaðila lækna til að vinna á við- unandi hátt að samningum. Samninganefndum S.R. og T.R. hefði of lengi haldist uppi að draga samninga á langinn að eigin geðþótta, án þess að læknafélögin gætu rönd við reist. I öðru lagi var hreyft þeirri hugmynd, að launabarátta félaganna yrði samræmd, læknar væru orðnir um of sundraðir í kjarabaráttu sinni. Seint á árinu gerðist það, að kiropraktor hóf starfsemi sína í Reykjavík. Stjórn L.R. og L.í. skrifuðu landlækni bréf af þessu tilefni og bentu á, að hér væri um að ræða brot á lögum nr. 60/1969 og var það til þess að kiro- praktikorinn lokaði stofu sinni. Næst gerðist það, að fram kom á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á læknalögum, þar sem ráð- herra var gefin heimild til að veita mönnum takmarkað lækningaleyfi. Læknafélögin fengu frumvarp þetta til umsagnar. Þau töldu, að tengsl væru milli þessarar frumvarpsgerðar og tilkomu kiropraktikorsins og lögðust alfarið gegn frumvarpinu, en til vara lögðu þau til. að öll slik takmörkuð lækningaleyfi skyldu háð samþylcki iæknadeildar Háskóla íslands. Mun frumvarpið hafa hlotið samþykki með því skil- yrði. Á árinu var Guðmundur Jóhannesson skipað- ur í undirbúnings- og byggingarnefnd lækna- félaganna, sem fjalla á um byggingu yfir starf- semi læknafélaganna. Er helst hugsað til að byggja ofan á háhýsi Domus Medica eða út frá núverandi húsnæði læknafélaganna. Reikningar félagsins voru lagðir fram af gjaldkera, Eyjólfi Haraldssyni, ræddir og sam- þykktir. Samþykkt var tillaga gjaldkera um að áreiald skyldi hækka úr 40.000 kr. i 60.000 kr. Við stiórnarkjör kom fram einn listi frá stjórn L.R., og hlaut hann kosningu:

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.