Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 31

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 117 Tafla 3. Bcrklar í öðrum líffærum en lungum Fjöldi Ræktun + Ræktun-^ Ræktun ekki gerð Tbc. pleurae n 3 8 Tbc. urogenitalis ii 10 i Tbc. lymphonodorum 8 2 1 5 Tbc. ossium 9 4 2 3 Meningitis tbc. 1 1 Pericarditis tbc. 1 1 sent í ræktun. Læknar sem tóku sýni frá stækkuðum eitlum sendu ekki nema einu sinni sýni í berklaræktun. Hjá tveim sjúk- lingum með lungnaberkla fundust að auki nýrnaberklar. Einn sjúklingur með spondy- litis tuberculosa hafðieinnignýrnaberklaog þetta sýnir mikilvægi þess, að þvag sé sent í berklaræktun frá öllum berklasjúkling- um, svo unnt sé að fylgjast með nýrna- berklum með röntgenrannsóknum og er þá stundum hægt að bjarga nýra með skurð- aðgerð. Einn sjúklingur var lagður inn á annað sjúkrahús vegna pericarditis og hafði hann tamponade cordis. Hjá honum fundust sýrufastir stafir við smásjárskoðun á hráka og hann hafði miklar berklabreyt- ingar í lungum, en berklasýklar ræktuðust ekki frá gollurhúsvökva. Meðferð Lyfjameðferð var fólgin í Isoniazid 300 mg á dag, Ethambutol 25 mg/kg á dag í 2 mánuði, síðan 15 mg/kg á dag og Strepto- mycin 1 gr. daglega hjá sjúklingum 40 ára og yngri, en 1 gr. þrisvar í viku hjá eldri sjúklingum. SM var gefið í 1—3 mánuði. Þessa meðferð eingöngu fengu alls 68 sjúk- lingar. Rifampicin var notað hjá 34 sjúk- lingum, skammtastærð 450-—-600 mg dag- lega. Ástæða fyrir notkun RMP voru eink- um grunur um ónæmi gegn INH og/eða SM vegna fyrri lyfjagjafa. Þess var ævin- lega gætt að gefa tvö lyf, er sjúklingur hafði ekki áður fengið, þar til svar barst við næmisprófum. Stundum lá sú hugsun bakvið notkun RMP, að rétt væri að gefa sjúklingi eins kröftuga lyfjameðferð eins og hægt væri meðan hann væri undir læknishendi. Þetta átti við um sjúklinga, sem taldir voru óáreiðanlegir, sérlega vegna alcoholismus chronicus. SM var ekki notað hjá sjúklingum, er höfðu sögu um skerta heyrn og fengu þeir RMP í staðinn. Aðeins einn sjúklingur fékk ekki EMB og var ástæðan saga um sjóntaugabólgu. Önn- ur berklalyf voru ekki notuð nema Pyra- zinamide hjá einum sjúklingi og PAS í nokkrar vikur hjá öðrum. Eingöngu EMB og INH fengu tveir sjúklingar. INH og EMB var gefið í einum skammti með morgunmat, en RMP var gefið % klst. fyrir morgunmat. f byrjun voru berkla- sjúklingar, sem höfðu berklasýkla í hráka við smásjárskoðun einangraðir, en fengu þó að fara á salerni og nota síma, og höfðu þá grímu fyrir andliti. Rouillon et al,34 Shaw og Wynn-Williams36 hafa sýnt fram á, að miklu meiri sýkingarhætta stafar af þeim sjúklingum, sem hafa berklasýkla í hráka við smásjárskoðun. Grímur eru not- aðar til þess að hindra að sjúklingur dreifi berklasýklum um umhverfið og American Thoracic Society2 ráðleggur notkun þeirra. Fótavist fengu allir sjúklingar að hafa sem gátu. Þegar árið 1965 benti Mitchison27 á, að það væru lyfin sem dræpu berklasýkl- ana en ekki sjúklingurinn, og meðferð eins og langvarandi rúmlega, sérstakt mat- arræði og skurðaðgerðir yrðu aðeins til þess að auka kostnað meðferðar og lengja aðgerðarleysi sjúklinga. Tíminn hefur nú sannað þessi ummæli Mitchisons og síðan hefur Fox16 sýnt fram á, að hvíld og sjúkrahúsdvöl er tilgangslaus sem hluti af meðferð við berklaveiki. Allir sjúklingar, sem fengu SM voru skoðaðir á heyrnar- deild Heilsuverndarstöðvarinnar strax og þeir voru ferðafærir. Ef þeir kvörtuðu um svima eða skerta heyrn var SM-gjöf hætt þar til heyrnarmæling hafði verið gerð. Þeir sjúklingar, sem fengu EMB voru skoð- aðir af augnlækni mánaðarlega meðan á sjúkrahúsdvölinni stóð, síðan á 2—3ja mán- aða fresti. Fylgst var með serum creatinine hjá öllum sjúklingum, svo og með lifrar- enzymum (GOT, LDH eða GPT) meðan sjúklingar lágu á sjúkrahúsinu. Eftir út- skrift var ekki fylgst reglulega með þessum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.