Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 43

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 43
LÆKNABLAÐIÐ 125 Hörður Alfreðsson SKURÐAÐGERÐIR Á INNRI HÁLSSLAGÆÐ INNGANGUR Árið 1954 urðu þeir Eastcott, Pickering og Rob3 fyrstir til að lýsa heppnaðri skurð- aðgerð á innri hálsslagæð (a. carotis in- terna) hjá sjúklingi, sem hafði einkenni skyndislags (TIA, transient ischemic at- tack) og skyndiblindu (amaurosis fugax). Síðan hafa skurðaðgerðir á hálsslagæðum orðið viðurkennd aðgerð til varnar gegn slagi (stroke) hjá vissum hópi sjúklinga með sjúklegar breytingar í hálsslagæðum, aðallega innri hálsslagæð. Fjölmargar skýrslur hafa sýnt fram á ágæti skurðað- gerða til að koma í veg fyrir slag.0 8 Enn er þó deilt nokkuð um val sjúklinga til aðgerðar og tækni við aðgerð. Hér á eftir verður gerð grein fyrir ár- angri 43 skurðaðgerða á innri hálsslagæð, sem greinarhöfundur gerði á árunum 1976—1977 við Brjóstholsskurðlækninga- deild Háskólasjúkrahússins í Uppsölum og árangur borinn saman við skýrslur ann- arra. Helstu fylgikvillar aðgerða verða ræddir og aðferðir til að koma í veg fyrir þá. EFNIVIÐUR OG AÐGERÐIR Athugun þessi hófst í ársbyrjun 1976. Auk þeirra athugana, sem hér verður gerð grein fyrir, voru sálfræðileg próf lögð fyrir sjúklingana fyrir og eftir aðgerð. Niður- stöður þeirrar rannsóknar verða þirtar síð- ar á öðrum vettvangi. Þá er ætlunin, að þessum sjúklingahópi verði fylgt eftir á næstu árum til að reyna að meta langtíma- árangur. Á árunum 1976 og 1977 gerði höfundur 43 skurðaðgerðir á innri hálsslagæð á jafn- mörgum sjúklingum. Flokkun eftir ein- kennum fyrir aðgerð má sjá í töflu 1. Allir sjúklingarnir voru skoðaðir af taugalækni fyrir aðgerð og aðgerð ákveðin af tauga- lækni og skurðlækni sameiginlega. Sjúk- lingarnir voru á aldrinum 34—78 ára með meðalaldur 60,9 ár, 16 konur og 27 karlar. Tuttugu og ein aðgerð var gerð á hægri og 22 á vinstri innri hálsslagæð. Háþrýsting höfðu 27 sjúklingar, en blóðþrýstingur var talinn hækkaður, ef systoliskur þrýstingur var hærri en 150 mmHg eða diastóliskur var yfir 95 mmHg, og hjá þeim, sem voru á lyfjameðferð vegna háþrýstings. Sjö sjúk- lingar höfðu sykursýki, 31 sjúklingur reykti sígarettur. Blóðþynningarmeðferð (coumarin eða warfarin) fyrir aðgerð höfðu 36 sjúklingar, en tveir tóku acetyl- salicylsýru til segavarna. Æðamyndir voru teknar af öllum fyrir aðgerð. TABLE I Classification of symptoms before operation. TIA (transient ischemic attack) 19 TIA-IR (incomplete recovery) 8 Amauros.is fugax 5 TIA + amaurosis fugax 5 TIA-IR + amaurosis fugax 2 Diffuse symptoms. Stenosis of one ICA, occlusion of ICA on the other side and stenosis of bot.h vertebral arteries 2 Annoying bruit 2 Total 43 Allar aðgerðir voru gerðar í svæfingu og með barkaslöngu (tiomebumalnatrium, phenoperidin, pancuron bromid., NL,0,0.,. Öndunarvél Engström 2000). Aðgerðirnar voru gerðar gegnum skurð, sem fylgdi fremri rönd höfuðvendis (m. sternocleidomastoideus). Áður en æða- klemma var sett á nokkra æð, voru gefnar 5000 alþjóðlegar einingar af heparíni í æð. Einnig var gefin lausn með dextran 70 (Macrodex), samanlagt 500 ml, meðan á aðgerð stóð og fyrstu tímana eftir aðgerð. Blóðþrýstingur var mældur í samhálsslag- æð (a.carotis communis) og innri hálsslag- æð fyrir og eftir innanhreinsun (endar- terectomi) á æðinni, auk þess sem bak- þrýstingur var mældur í innri hálsslagæð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.