Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 44

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 44
126 LÆKNABLAÐIÐ fyrir innanhreinsun. Blóðflæði var mælt i innri hálsslagæð fyrir og eftir aðgerð með rafsegulmæli (Nycotron 375). Síðastliðin 15 ár hafa allar aðgerðir á innri hálsslagæð í Uppsölum verið gerðar með hliðarstreymi (shunt) til að tryggja blóðstreymi til heila, meðan æðinni er lok- að. Hliðarstreymið hefur verið tengt við flæðismælinn til að geta stöðugt fylgst með flæðinu. Síðan á miðju ári 1977 hefur þó hliðarstreymi aðeins verið notað hjá þeim, sem hafa lægri bakþrýsting en 40 mmHg. Af þeim 43 aðgerðum, sem hér er gerð grein fyrir, voru 30 gerðar með hliðar streymi, en 13 án. TABLE II Operations. Endarterectomy 40 Endarterectomy + Vein-patch 2 Endarterectomy + resection of ICA + end-t.o-end anastomosis 1 Total 43 Tegundir aðgerða má sjá í töflu 2. Tví- vegis var talin ástæða að víkka æðina með bláæðarbót (vein-patch). Einu sinni var numinn brott um 1,5 cm af innri hálsslag- æð vegna lengingar á æðinni eftir innan- hreinsun og tilhneigingar til að hlykkjast (kinking). Heparínáhrifin voru látin vara, prótamín var ekki gefið í aðgerðarlok. Blóðþynningu var haldið áfram í 3—4 vik- ur eftir aðgerð. ÁRANGUR AÐGERÐA Fylgikvilla aðgerða má lesa í töflu 3. Skurðdauði var enginn. Tveir sjúklingar fengu áföll, sem telja verður meiri háttar. Karlmaður, 63 ára, fékk fullkomið slag við aðgerð. Hann hafði mjög útbreiddar breyt- ingar í innri hálsslagæð og samhálsslagæð. Meðan á aðgerð stóð, fékk hann skyndilegt blóðþrýstingsfall með systóliskan þrýsting lægri en 50 mmHg. Það liðu nokkrar mín- útur, áður en tókst að hækka blóðþrýst- inginn. Ástæðan fyrir blóðþrýstingsfall- inu er óljós. Þegar hann vaknaði úr svæf- ingunni, kom í ljós, að hann hafði helftar- lömun og afasi. Afasian lagaðist á tveimur dögum, og máttur kom í ganglim á nokkr- um dögum, en handleggur var máttvana. Við skoðun tveimur mánuðum eftir að- gerð voru hendi og handleggur enn nokkuð máttvana, en veruleg breyting hafði orðið til hins betra. TABLE III Complications of surgery. Complete stroke 1 TIA 1 False aneurysm 1 Postoperative hematoma which required reoperation 1 Ipsilat«ral vocal cord paralysis (transient) 2 Bronchopneumonia 1 Fimmtíu og eins árs karlmaður fékk falskan æðagúl (false aneurysm) þrem- ur vikum eftir aðgerð. Hann var skorinn upp að nýju, og einu spori bætt í sauma- röðina í æðinni. Aðra fylgikvilla má telja minni háttar. Karlmaður, 62ja ára, hafði minnkaðan mátt í handlegg og ganglim, þegar hann vaknaði eftir aðgerð, en ein- kennin hurfu á nokkrum klukkutímum. Sá sjúklingur hafði ferska sega í æðinni við aðgerð. Einn sjúklingur fékk blæðingu í skurðsárið nokkrum tímum eftir aðgerð, svo að ástæða var til að opna sárið að nýju, og kom þá í ljós, að undirbinding hafði losnað frá lítilli slagæð í vöðva og valdið blæðingu. Tveir sjúklingar hlutu raddbandslömun, sem lagaðist. Loks fékk elsti sjúklingurinn, 78 ára karlmaður, lungnabólgu eftir aðgerð og lá 3 vikur á sjúkrahúsinu vegna þess. Allir 43 sjúklingarnir komu til skoðunar tveimur mánuðum eftir aðgerð. Einn sjúk- lingur, sem fyrir aðgerð hafði haft ein- kenni skyndiblindu, hafði haldið áfram að fá augneinkenni eftir aðgerð. Að mati taugalæknis var sennilega um að ræða s.k. migraine accompagné, og greining því röng fyrir aðgerð. Aðrir sjúklingar höfðu ekki fengið nein ný einkenni eftir aðgerð, en timinn frá aðgerð er stuttur. UMRÆÐUR Aðgerðir á innri hálsslagæð eiga sér nú næstum 25 ára sögu. Val sjúklinga til að- gerða og aðferðir við aðgerð hafa tekið breytingum á þessum tíma, en verða nú að teljast nokkuð fastmótaðar.1 Aðgerðin er fyrirbyggjandi (preventive), þ.e. markmiðið er að koma i veg fyrir slag, fyrst og fremst með því að nema brott
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.