Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 49

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 131 orlofsprósentuna. Annars lýsti Brynleifur yfir þeirri skoðun sinni, að samningsuppkastið væri mjög vel unnið verk í heild sinni. Ólafur Oddsson taldi, að sú prósentuhækkun, sem sett er fram fyrir sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum, sé vart næg örvun til að beina fleirum inn á þá braut. Taldi hann, að heimilislækningum sem sérgrein væri ekki gert jafn hátt undir höfði og öðrum sérgreinum. Hann gagnrýndi einnig, að gengið hefði verið frá samningum á Reykjavíkursvæðinu, áður en undirritaðir hefðu verið samningar fyrir lækna á öðrum stöðum, svo sem á Akureyri. Ólafur beindi því sem tilmælum til stjórnar L.I. og Kjararáðs, að ekki yrði í framtíðinni gengið frá samningum við lækna í Reykjavík, fyrr en um leið og undirritaðir séu samningar við lækna utan Reykjavíkur, er vinna eftir svip- uðum samningum. Af þessu tilefni las Tómas Árni upp bréf, sem hann ásamt Guðmundi Sigurðssyni hefur ný- lega sent til samninganefndar T.R. varðandi uppgjör heimilislækna á Akureyri fyrir árið 1977, þar sem tekið er fram sérstaklega, að framvegis muni L.l. ekki láta viðgangast, að undirritun einstakra samninga dragist úr hófi. Sigursteinn Guðmundsson áleit, að nauðsyn- legt væri að fá talsverða hækkun á taxtagjöld- um, þar sem m.a. hafi undanfarið orðið sú breyting á í mörgum héruðum, að rannsókna- störf hafi horfið úr höndum lækna, en þau hafi verið tiltölulega vel greidd. Guðmundur Sigurðsson féllst á þetta sjónar- mið, en taldi, að mjög erfitt mundi verða að fá verulega krónutöluhækkanir að þessu sinni. Formaður ræddi síðan nokkuð um reglugerð fyrir heilsugæzlustöðvar. Fram kom, að nefnd er nú að störfum til að semja reglugerð fyrir sjúkrahúsið og heilsugæzlustöðina á Selfossi, sem verið er að reisa. Brynleifur Steingrims- son, sem situr í þeirri nefnd ásamt landlækni og Ingibjörgu Magnúsdóttur, deildarstjóra, kynnti nokkuð innihald þess uppkasts, sem er í bígerð. Farið var fram á það við Brynleif, að L.I. fengi afrit af reglugerðinni, er hún væri fullsamin, svo að unnt yrði að hafa viðmiðun af henni við samningu reglugerðar fyrir aðrar heilsugæzlustöðvar. Fram kom hjá Brynleifi, að nokkur ágreiningur hefur orðið í nefndinni varðandi stjórnun og aðstöðu einstakra heil- brigðisstétta. 1 sambandi við þetta spunnust allfjörugar umræður um ábyrgð og starfsháttu lækna og aðstoðarfólks á sjúkrahúsum og heilsugæzlustöðvum. Er hér var komið sögu, var komið hádegi, og var því fundi frestað og gengið til hádegis- verðar í boði L.l. Að hádegisverði loknum, mættu á fundinum Snorri P. Snorrason, Þóroddur Jónasson og Páll Sigurðsson, sem setið hafa í nefnd til að fjalla um breytingar á lögum L.l. og Codex Ethicus. 2. Fyrst voru teknar fyrir breytingatillögur á lögum L.I. Þóroddur Jónasson rakti tillögur nefndarinn- ar og gerði grein fyrir breytingartillögunum. Hann skýrði frá því, að nefndin legði til, að stofnuð yrði siðanefnd L.I. í samræmi við til- lögur umræðuhópsins, sem fjallaði um með- ferð læknasamtakanna á meintum brotum á félagslögum og siðareglum lækna á síðasta aðalfundi L.I. Siðanefndin mundi taka við því hlutverki, sem stjórn L.I. er nú ætlað, hvað varðar eftirlit með starfsháttum lækna og taka við umkvörtunum frá sjúklingum og öðrum að- ilum vegna meints misferlis lækna. Nefndin muni kveða upp úrskurði í samræmi við það, sem stjórn L.l. er nú ætlað skv. lögum félags- ins, en úrskurði nefndarinnar mætti síðan skjóta til Gerðardóms. Nefndin leggur til, að þessi breyting verði felld inn í 20. gr. laganna. Menn voru samþykkir því, að slík siðanefnd yrði stofnuð. Nokkuð voru skiptar skoðanir um það, hvort nefnd þessi ætti að standa fyrir kynningu á Codex Ethicus, og töldu flestir, að eðlilegast væri, að stjórn L.I. sæi sjálf um þetta atriði. Hins vegar væri eðlilegt, að siða- nefndin stæði fyrir umræðum um skyldur, vinnubrögð og siðamál lækna. Fundarmenn álitu, að of þungt yrði i vöfum að koma á fót fulltrúaráði siðanefndar. Ákveðið var, að stjórn L.l. skyldi setja siða- nefnd starfsreglur, er hún hefði verið stofnuð. Rætt var um breytingar á tilhögun við stjórnarkjör L.l. Rætt var um nauðsyn þess að gefa félags- mönnum almennt kost á að hafa áhrif á stjórn- arkjör. Urðu menn sammála um tillögu þess efnis, að fráfarandi stjórn L.l. skyldi skylt að senda tillögur sínar um nýja stjórnarmeðlimi, einn eða fleiri í hvert sæti, til aðildarfélaga mánuði fyrir aðalfund. Á þann hátt gæfist meðlimum tími til að gera aðrar tillögur, en þeim skuli komið á framfæri eigi síðar en í byrjun aðalfundar. Lögð var fram breytingartillaga um kjör ritstjórnar Læknablaðsins, er heimilar fjölgun ritstjóra blaðsins. Lögum L.R. hefur þegar ver- ið breytt i þessa átt. 3. Þá var hafin umræða um breytingartil- lögur á Codex Ethicus. Þóroddur Jónasson lagði fram tillögur nefnd- arinnar að nýjum Codex í fjölrituðu formi. Til- lögur þessar voru áður ítarlega ræddar á sið- ustu formannaráðstefnu. L.I i desember 1977 og voru þá ýmsar breytingartillögur gerðar. Síðan þá hefur nefndin samið nýtt forspjall að Codex Ethicus og var það nú rætt og sam- þykkt með nokkrum orðalagsbreytingum. Fjall- að var nú öðru sinni um ýmsar greinar í upp- kasti að nýjum Codex og breytingartillögur gerðar. Formaður L.l. óskaði eftir því við fulltrúa svæðafélaganna. að þeir kynntu tillögurnar heima í héraði og óskaði eftir því, að þær yrðu ræddar í svæðafélögunum fyrir aðalfund. Formaður þakkaði síðan nefndinni fyrir vel unnin störf. 4. Þá var tekin fyrir útgáfa nýs læknatals. Formaður L.l. skýrði frá því, að nefndin,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.