Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 56

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 56
134 LÆKNABLAÐIÐ að munur er oft á dreifingu aldursflokka þjóðanna, sömuleiðis er dreifingin breyti- leg frá einum tíma til annars hjá sömu þjóð. Þá er réttast að nota ekki hráar hlut- fallstölur, sem áður var getið um, heldur reikna út hlutfallstölur fyrir einstaka ald- ursflokka í hvoru kyni. Er þá reiknað út á sama hátt og áður var getið, deilt með fjölda einstaklinga í viðkomandi aldurs- flokki. Þannig fást aldursbundnar hlutfalls- tölur (age specific rates). Mannfjöldanum er oft skipt í 5 ára aldursflokka, þó þannig að fyrsta árið er talið sér, en í næsta flokki aðeins 4 ár eða 1—4 ára (einnig eru stund- um fyrstu fimm árin talin hvert fyrir sig) síðan í þriðja flokki 5—9 ára, síðan 10—14 ára o.s.frv. upp í 80—84 ára og síðan 85 ára og eldri í síðasta eða 19. flokknum. Á þenn- an hátt fást þær hlutfallstölur, sem bera má saman og eru hinar einu ,,réttu“ hlut fallstölur. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að hér er um að ræða talnaröð, sem inni- TABLE I 3TANDARD P0PULATI0NS Age ICELANDIC STANDARD POPULATION WoRLD POPULATION 0- 2,300 2,400 1-4 9-300 9,600 5-9 11,300 10,000 10-14 10,500 9,000 15-19 9,100 9,000 20-24 7,800 8,000 25-29 6,800 8,000 30-34 6,100 6,000 35-39 5,800 6,000 40-44 5,500 6,000 45-49 5,000 6,000 50-54 4,500 5,000 55-59 4,000 4,000 60-64 3,500 4,000 65-69 3,000 3,000 70-74 2,300 2,000 75-79 1,600 1,000 80-84 1,000 500 85+ 600 500 Total 100,000 100,000 heldur 19 tölur fyrir hvort kyn. Mönnum er óhægt að muna svo margar tölur og bera þær saman. ALDURSSTÖÐLUN Eins og þegar hefur verið sagt, er rétta aðferðin til að bera saman tíðni sjúkdóms í tveimur þýðum (populationum), að bera saman hvern aldursflokk fyrir sig eins og gert er á 1. mynd, en þar eru aldursbundnar hlutfallstölur notaðar til að bera saman dánartölur af völdum blóðþurrðar sjúk- dóma, sjúkdóma hjarta (ICD-8, 410—414) og neggbilunar (ICD-8, 428) hjá íslenskum körlum á fimm tímabilum. Tölurnar eru teknar úr töflu II. Til einföldunar hafa menn notað ákveðna aldursdreifingarstaðla. Danska krabba- meinsskráin, sem er elsta starfandi krabba- meinsskrá, er nær til heillar þjóðar, notaði þegar fyrsta heildaruppgjör skrárinnar var gefið út1 aldursdreifingu bandarísku þjóð- arinnar sem staðal. Japanskur vísindamað- ur, Segi7 hóf 1960 útgáfu á aldursstöðluðum dánartölum (age specific mortality rates) og í fyrstu útgáfunni nctaði hann aldurs- dreifingarstaðal, sem hann bjó til með því að taka meðaltal af mannfjöldanum í ein- stökum 5 ára aldursflokkum eins og hann var hjá 46 þjóðum um 1950. Þessi staðall er grundvöllurinn að þeim staðli, sem nú er mest notaður- 3 6 8 11 og nefndur er heims- staðall (world population). Hann er sýndur á töflu I. Sama tafla sýnir hvernig tillaga að íslenskum staðli lítur út. Þessi staðall er fenginn með því að taka meðaltal meðal- fjölda í hverjum aldursflokki beggja kynja á íslandi 1956—1975 að báðum árum með- töldum og jafna síðan í aldursflokkunum, þannig að summa flokkanna verði 100.000. Jafnað hefur verið í heil hundruð í aldurs- flokkunum, því að aðferðin gefur ekki til- efni til meiri nákvæmni. í töflu III er sýnt hvernig slíkur viðmið- unarstaðall er notaður með einstðkum dæmum úr töflum I og II. í töflu IV er síðan sýnt hvernig íslenski staðallinn er notaður til að bera saman dánartölur kransæðasjúkdóma á íslandi, en í töflu V er heimsstaðallinn notaður til að bera saman dánartölur úr kransæðasjúk- dómum í nokkrum löndum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.