Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 71

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 71
LÆKNABLAÐIÐ 145 Ólafur Steingrímsson, Erla Sigvaldadóttir, Kristín E. Jónsdóttir, Arinbjörn Kolbeinsson LYFJANÆMI STAPHYLOCOCCUS AUREUS INNGANGUR Hefðbundnar aðferðir í bakteriologiu eru tímafrekar. Að jafnaði líða 48 klst. frá því, að sýni er tekið til ræktunar og þar til niðurstöður næmisprófs liggja fyrir. Alvar- legar bakteríusýkingar eru hins vegar oft svo bráðar, að ekki gefst tóm til að bíða næmisprófa, heldur verður að velja sýkla- lyf á grundvelli fyrri reynslu. Læknum er því nauðsynlegt að fá upplýsingar um lyfjanæmi einstakra tegunda baktería. Þar sem næmi getur verið misjafnt í mismun- andi umhverfi1’ og getur breyst,:! er æski- legt, að upplýsingar um lyfjanæmi séu nýj- ar og fengnar úr því umhverfi, sem sjúk- lingurinn sýkist í, einkum ef þar er mikið notað af sýklalyfjum. Vitað er, að staphylococcus aureus getur verið ónæmur fyrir penicillinlyfjum á tvennan hátt. Sú tegund ónæmis, sem fyrst var lýst, er algengust og veigamest, þ.e.a.s. hæfileikinn til að mynda penicillinasa (P- lactamase), sem brýtur niður flest peni- cillin og gerir þau óvirk. Önnur tegund er það, sem kallað hefur verið innra ónæmi.7 Orsök þess er óþekkt, en ekki er um niður- brot lyfsins að ræða. Yfirleitt fer þá saman ónæmi fyrir öllum penicillin- og cephalo- sporinlyfjum. Nýlega hafa Sabath og fleiri lýst10 enn einni aðferð staphylococca til að verjast áhrifum penicillina. Nefna þeir fyrirbærið þol (tolerance) vegna þess að þeir stofnar, sem hér um ræðir, hafa lága „minimum inhibitory concentration“ (MIC), en háa „minimum lethal concentra- tion“ (MLC). Þ.e.a.s. lyfin hefta vöxt þess- ara stofna í styrkleikum, sem nást í blóði með venjulegum skömmtum, en hins vegar drepa lyfin ekki bakteríurnar, jafnvel ekki í styrkleikum, sem eru margfalt hærri en von er til að ná í sjúklingum. Orsökin reyn- ist vera sú, að þolna stofna skortir að mestu eða öllu sjálfleysandi (autolytisk) hvata- kerfi, sem örvast af penicillini og þurfa að vera til staðar, til þess að penicillin séu bakteríudrepandi. Með öðrum orðum, peni- cillinlyf eru bakteríudrepandi fyrir þá staphylococca, sem hafa þessi sjálfleysandi hvatakerfi, en ekki aðra. Sabath taldi eftir lauslega athugun að tíðni þessa fyrirbæris væri veruleg, þar eð 44% þeirra stofna, sem hann athugaði, höfðu þolna einstak- linga. Vegna þess, að venjuleg næmispróf (skífupróf) mæla einungis MIC en ekki MLC var ráðist í að gera sérstaka könnun á tíðninni hér á landi. Jafnframt voru at- hugaðar niðurstöður úr öllum næmispróf- um, sem gerð voru á Sýkladeild Rannsókn- arstofu Háskólans (R.H.) á 6 mánaða tíma- bili 1977. Hér á eftir fara niðurstöður þess- ara athugana. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Til þess að kanna tíðni þols voru athug- aðir 50 stofnar af Staphylococcus aureus. Stofnarnir voru valdir af handahófi þann- ig, að teknir voru 50 fyrstu stofnanir, sem gerð voru næmispróf á eftir 15. september 1977 á R.H. Þeir reyndust allir Methicillin næmir samkvæmt skífuprófi. Gerð var röð helmingsþynninga af methicillin (Celbenin, Beecham Research Laboratories) í Mueller Hinton broði og sáð í það 4 klst. gömlum gróðri. Settir voru 0.2 ml af broði með 5xl05 „colony forming units“ í ml, út í 2 ml af lyfjaþynningu. Stærð sáningar- skammts var ákvörðuð með samanburði við BaSO^ staðal. Til staðfestingar var sán- ingarskammtur þynntur í broði og sáð úr því með lykkju, sem heldur 1/1000 úr ml og kóloniur taldar. MIC var ákvörðuð eftir 24 klst., sem sú mesta þynning, sem kom i veg fyrir sýnilegan vöxt. MLC var fundin með því að sá 0.1 ml úr þeim glösum, sem enginn vöxtur sást í, á blóðagar. Ef færri en 25 kóloniur uxu á skálinni, höfðu meira en 99.95% bakteríanna dáið. MLC var á-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.