Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 72
146
LÆKNABLAÐIÐ
kvörðuð sem mesta þynning, sem olli meira
en 99.95% dauða.
Á sýkladeild R.H. eru næmispróf gerð
samkvæmt aðferð, sem kennd er við Kirby
og Bauer.e Til þess að kanna næmi S.
aureus, voru athugaðar niðurstöður úr öll-
um næmisprófum, 785 að tölu, sem gerð
voru á deildinni frá 1. maí 1977 til 31.
október 1977.
NIÐURSTÖÐUR
Þol. Sabath og félagar skilgreindu þol
þannig, að þeir töldu þá stofna þolna, sem
höfðu hlutfallið MLC/MIC stærra en 32.
Við fundum 18 slíka stofna eða 36% þeirra,
sem rannsakaðir voru. Á mynd 1 sést að
98% stofnanna höfðu MIC 3.1 mcrg/ml eða
lægra. MLC var hins vegar mun hærra hjá
fjölda stofna. Fjörtíu og fjögur af hundraði
stofnanna reyndust hafa MIC 25 mcgr/ml
eða hærra og 18% höfðu MLC 200 mcrg/ml
eða hærra, en það var mesti styrkleiki, sem
prófaður var.
Mynd 2. — Hér sést hve stór hundraðshluti Staphylococcus aureusstofna er næmur fyrir
viðkomandi lyfjum. Sýnt er dæmi fyrir þeim lyfjum, sem gerð höfðu verið 650 eða fleiri
næmispróf fyrir.
Mynd 1. — Niðurstöður mælinga á minim-
um inhibitory concentration (MIC) og
minimum lethal concentration (MLC) á
50 stofnum af Staphylococcus aureus. HVer
punktur á MLC-línunni (MlC-línunni) sýn-
ir hundraðshluta þeirra stofna, sem hafa
tilsvarandi MLC (MIC) eða lægra.