Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1978, Side 83

Læknablaðið - 01.07.1978, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 153 STÖRF SÉRFRÆÐINGA Á HEILSUGÆSLUSTÖÐVUM ERINDI FLUTT Á AFMÆLISFUNDI LÆKNAFÉLAGSINS EIRAR 10. DESEMBER 1977 Páll Sigurðsson INNGANGUR AÐ UMRÆÐUM UM STÖRF SÉRFRÆÐINGA Á HEILSU- GÆSLUSTÖÐVUM Það er vel til fallið af forustumönnum Læknafélagsins Eirar að velja til hópumræðna hér störf sérfræðinga á heilsugæslustöðvum. Heilsugæslustöðvamálefni hafa verið mjög i sviðsljósinu undanfarin ár og fastmótaðar venj- ur um það hvernig heilsugæslustöðvar skuli starfa hafa enn ekki mótast. Umræða af því tagi, er hér fer fram, er því tímabær og eðli- legt að menn velti því fyrir sér hvernig störf almennra lækna og sérfræðinga verða í fram- tíðinni á heilsugæslustöðvum. Þegar fyrstu hugmyndir manna um heilsu- verndarstarf komu til var talið vænlegast að það starf yrði ekki tengt starfi almennra lækna, a.m.k. ekki þar sem hægt væri að koma öðru við og upp frá þeim hugmyndum eru sprottin lög um heilsuvernd, sem hafa verið hér í gildi í rúmlega tvo áratugi, og starf- ræksla heilsuverndarstöðva byggist á þessum meginhugmyndum. í tillögum læknisþjónustunefndar Reykjavík- ur frá 1968, þá er að nokkru leyti gert ráð fyrir því að skil séu á milli almennra lækn- inga, sérfræðistarfa og heilsuverndarstarfa, en þó gert ráð fyrir því að öll þessi starfsemi á- samt með tannlækningum og starfsemi lyfja- búðar sé undir sama þaki í hverfum Reykja- víkur. Þó að 10 ár séu liðin síðan þetta nefndar- álit kom fram, þá hefur mjög lítið gerst í þess- um málefnum á Reykjavíkursvæðinu. Segja má að ný stefna sé tekin upp þegar lög um heilbrigðisþjónustu, sem gildi tóku 1. janúar 1974, öðluðust gildi. 1 þessum lögum er lögð á það megináhersla að sameina beri lækningastarf og heilsuverndarstarf og tekið upp hugtakið heilsugæsla um þessa starfsemi. Lög um heilbrigðisþjónustu skilgreina það, hvaða þjónustu á að veita á heilsugæslustöð og er það eftirfarandi: 1. Almenn læknisþjónusta, vaktþjónusta og vitjanir til sjúklinga. 2. Lækningarannsóknir. 3. Sérfræðileg læknisþjónusta og tannlækn- ingar. 4. Heilsuvernd, svo sem: a) Mæðravernd b) Ungbarna- og smábarnavernd c) Heimahjúkrun d) Skólaeftirlit e) Iþróttaeftirlit f) Atvinnusjúkdómaeftirlit g) Berklavarnir h) Kynsjúkdómavarnir i) Geðvemd, áfengis- og fíknilyfjavarnir j) Félagsráðgjöf k) Hópskoðanir og skipulögð sjúkdómaleit l) Sjónvernd og heyrnarvernd, og auk þess aðrar heilsuverndargreinar eftir ákvörðun ráðherra. Svo sem þessi upptalning ber með sér, þá er gert ráð fyrir því að inni á heilsugæslustöð sé alhliða þjónusta fyrir sjúklinga, hvort sem þeir þurfa almennrar læknisþjónustu við, meðferð- ar vegna heilsuverndar eða sérfræðiíega lækn- isþjónustu og gera því lögin greinilega ráð fyrir þvi að sérfræðiþjónusta sé innt af hendi, annað hvort af almennum læknum eða sérfræðingum á heilsugæslustöðvum. Fyrr var sagt að heilsuverndarstarf hefði þróast utan við starfsemi almennra lækna, en þar var ekki nema hálfsögð sagan, því þetta átti aðallega við um þéttbýlið. 1 dreifbýli varð reyndin sú, að almennir læknar sinntu jöfnum höndum lækningastarfi og heilsuverndarstarfi, enda þótt starfið væri aðskilið skipulagslega séð. 1 Reykjavík og hinum stærri kaupstöðum skapaðist hins vegar sú hefð að sérfræðingar ynnu heilsuverndarstörfin, einkum barnalækn- ar og kvensjúkdómalæknar. Það er því ekki ósennilegt að skoðanir manna á því á hvern hátt sérfræðiþjónusta eigi að koma inn á heilsugæslustöðvar sé mismunandi eftir því hvar þeir vinna i dag, hvort þeir vinna í þéttbýli eða í dreifbýli og hvaða sér- fræðistörf þeir stunda. Sú umræða, sem hér fer fram, á að vera á breiðum grundvelli um störf sérfræðinga i heilsugæslu og þar á að sjálfsögðu bæði að ræða um lækningastarf og heilsuverndarstarf svo og ráðleggingarstarf ýmiss konar, sem komið getur í hvorn flokkinn sem er. Hér hafa verið valdir til framsögu 6 menn með mismunandi menntun, lífsreynslu ■ og starfsreynslu að baki. Þeir eru þessir: 1. Atli Dagbjartsson, barnalæknir, nýlega kominn til starfs eftir sérnám í Bandaríkj- unum. 2. Gísli Auðunsson, heilsugæslulæknir, hefur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.