Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 85

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 85
LÆKNABLAÐIÐ 155 allra mest vélritað, og loks þarf að vera sjúkra- þjálfari með viðeigandi aðstöðu. I C-flokki verður aðstaðan eflaust með ýms- um hætti eftir staðháttum. Hér á ég við stöðvar, eins og þær munu sennilega flestar verða úti á landsbyggðinni, og á ég þá við staði eins og Stykkishólm, Patreksfjörð, Siglu- fjörð og Egilsstaði, þar sem tengsl verða við lítil sjúkrahús. Og hins vegar staði eins og Borgarnes, Dalvík, Höfn og fleiri, þar sem engin sjúkrahús eru til staðar. Á þessum stöð- um verður aðstaða til rannsókna og aðgerða mun takmarkaðri en á HS í B-fiokki. Og þær hafa þann annmarka í samanburði við stöðv- arnar á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri, að mikið meira átak verður að senda sjúklinga í allar meiri háttar rannsóknir vegna fjarlægðar. Þá er komið að stöðvunum í D-flokki. Sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu verður verulegur fjöldi stöðva fyrir svæði með í kring- um eða innan við 1.000 ibúa. Ég verð að segja eins og er, að þegar íbúar eru komnir nokkuð undir 1.000 fæ ég ekki séð, hvernig hægt verð- ur að halda uppi vel útbúinni stöð með lækni, hjúkrunarkonu, meinatækni og ritara (og jafn- vel ljósmóður), en allt þetta fólk virðist eiga að vera á HS sem lágmark og tæpast hægt að halda uppi eðlilegri þjónustu án þess. Við skul- um leiða hjá okkur fjármálin og alla hag- kvæmni, það er tabu. En hræddur er ég um, að þetta verði framkvæmdarlega ómögulegt. Þar á ég við, að viðkomandi starfskraftar munu ekki fást til þessara starfa og ég held að það hljóti að verða verulegur starfsleiði, þar sem svo margt fólk á að snúast í kringum svo fáa. Ég tel því að rekstur þessara stöðva muni reynast mjög erfiður og þeim muni því mörg- um í reynd verða þjónað frá stærri nágranna- stöðvum, eða að hér verði hreinlega um lækn- issetur að ræða með „gamla laginu“. Ég vona að þessar hugleiðingar um HS gefi nokkuð góða hugmynd um útbúnað þeirra og þjónustumöguleika. En hver verður þá þáttur hins almenna læknis við heilsugæzluna og hversu langt mun hann ná? Ég tel að reynslan sanni, að flestir læknar notfæri sér þá aðstöðu, sem fyrir hendi er, nema þá undir mjög óeðlilegum kringumstæð- um, eins og ríkt hafa i Reykjavík t.d. Hér á ég við það, að með „demoraliserandi" greiðslu- fyrirkomulagi hefur heimilisiæknum verið markaður ákaflega þröngur bás. Greiðslur fyrir læknisverk hafa fyrst og fremst verið í formi ákveðinnar upphæðar per capita yfir árið, en ekki fyrir unnin læknisverk. Þá hefur þeim verið ætlað að annast það stóran hóp hverjum, að það eitt út af fyrir sig hlýtur að hafa tak- markað þjónustuna mjög. Af þessu hefur leitt, að allt það sem verður flóknara, það sem krefst yfirlegu eða aðgerða, hefur verið sent í hendur sérfræðinganna og heimilislæknirinn því i mörgum tilvikum orðið hreinn fyrirgreiðslu- aðili. Þegar þessar óeðlilegu aðstæður eru ekki fyrir hendi, tel ég að heimilislæknar hafi mjög víkkað út starfssvið sitt og í því sambandi er hægt að vitna bæði til þróunar hérlendis og erlendis. Þar sem slík þróun hefur átt sér stað hefur sérfræðileg læknisþjónusta farið inn á þrengri svið en við þær aðstæður, sem ríkt hafa í Reykjavík. Ég vil nú lýsa nokkrum orðum hvernig mál- in hafa þróazt hjá okkur á Húsavík ef það mætti verða til þess að draga upp skýrari mynd. Þróunin hefur orðið á þann veg, að um algjöra „integratio" er að ræða á allri læknisþjónustu í héraðinu. Orsakir þessa eru annars vegar þær, að sjúkrahúsið var það vel við vöxt að það rúmaði 6 móttökur (5 lækna- móttökur + móttöku fyrir heilsuverndarstarf) á sömu hæð og þjónustudeildir þess eru og því hægur vandi að koma HS þar fyrir. Aðstaðan bauð því upp á þetta skipulagsform. Og hins vegar stefna þeirra sem málum réðu, að hrinda Þvi í framkvæmd. Þetta bauð strax upp á sameiginlegt upplýs- ingakerfi, þ.e. sjúkraskrár eru hinar sömu fyrir ferlivistarsjúklinga á HS og inniliggjandi sjúk- linga á sjúkrahúsinu. Þetta atriði eitt hefur sparað mikla skriffinnsku, sem ella hefði verið óhjákvæmileg. Við höfum tamið okkur að líta læknisþjón- ustuna í héraðinu sem eina heild og reynt að breikka þjónustuna með sameiginlegu átaki en ekki skipað mönnum á ákveðna bása, með heimilislækningar sér, heilsuverndarstörf sér og sjúkrahúslækningar sér. I því augnamiði að breikka þjónustuna höfum við orðið að afla okkur sérmenntunar á ýmsum sviðum. Þannig hefur einn læknanna starfað i tvö ár á röntgen- deild, annar jafnlengi í svæfingum og gjör- gæzlu. Þá hefur einn læknanna starfað á bamadeild um stundar sakir. Yfirlæknir sjúkrahússins hefur alla tíð haft sérmenntun sem skurðlæknir. Núverandi yfirlæknir hefur langan tíma að baki á því sviði og hefur auk þess starfað í nokkur ár í héraði og því ó- feiminn við „general praxis" og hefur því gengið inn í vaktir i héraðinu. Það er því ljóst að við erum ekki „hreinir" heimiiislæknar og heldur ekki sérfræðingar. Starfsþjálfunin hefur verið sniðin eftir aðstæð- um. Þjónustan yrði mun þrengri ef við stöð- ina væru eingöngu sérfræðingar í heimilislækn- ingum, sem allir væru steyptir í sama mót eftir kröfum stórborgasamfélaga. Og ennþá hefur starfsemi sjúkrahússins ekki vaxið svo, að það beri sérfræðinga í röntgenlækningum, svæfing- um eða lyflækningum. Ég vil nú lýsa viðbrögðum okkar við nokkr- um sjúkratilfellum til að draga upp gleggri myndir af starfinu hjá okkur. Ef til okkar kemur sjúklingur með hjarta- kveisu skoðum við hann og rannsökum sjálfir. Við getum þá án tafar tekið ekg, röntgenmynd cor. og pulm. blóðstatus, transaminasa og þvag- skoðun. Við túlkum niðurstöðurnar sjálfir og stjórnum meðferð. Ef um harða anginu eða infarctus myocardii er að ræða leggjum við sjúklinginn inn á sjúkrahúsið og meðhöndlum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.